Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 43
KOLEFNISALDURSGREININGAR OG ÍSLENSK FORNLEIFAFRÆÐI
47
greininga hafa verið notaðar til að styðja áleitnar kenningar um búsetu
írskra munka eða annarra á eyjunum, löngu fyrir fyrstu búsetu nor-
rænna manna.29 Sýni þau, sem notuð voru til þessara aldursgreininga
voru öll jurtaleifar úr votum mýrum, sem ekki lágu í beinum tengslum
við búsetu og ekki voru tekin í tengslum við fornleifarannsóknir.30 Kol-
efnisaldursgreind sýni úr mýrum og önnur sýni á jurtaleifum úr jörðu
hafa takmarkað gildi og nákvæmni, ef aldursgreina á mannvistarleifar,
eða ef á að sýna fram á nákvæman aldur.31Hvort sem bár aldur kolefnis-
aldursgreininga frá Færeyjum stafar af hafáhrifum eða lélegu vali á
sýnum, hafa enn ekki fundist neinar fornminjar í Færeyjum, sem benda
til eins gamallar búsetu og niðurstöður nokkurra kolefnisaldursgreininga
hafa sýnt.32 Hinn hái aldur sem fengist hefur með nokkrum kolefnisald-
ursgreiningum í Færeyjum hefur nú verið notaður af Margréti Her-
manns-Auðardóttur til stuðnings kenningu hennar um landnám löngu
fyrir viðtekið landnám á íslandi.33 Hins vegar nefnir Margrét alls ekki
þá umræðu og miklu gagnrýni, sem óvarkár notkun þessara kolefnis-
aldursgreininga hefur hlotið í Færeyjum, sem og annars staðar.34
VIII. Ástœður fyrir kolefnisaldursgreiningum með háan aldur
VIII.I. Gamalt kolefni
Ingrid U. Olsson hefur nýlega gefið nánari skilgreiningu á kenningu
sinni um meint áhrif uppleysts koltvísýrings á geislakol í lifandi efni á
íslandi.35 Hún segir að minni áhrifa af geislakoli gæti á íslandi en þeim
löndum, þar sem tré, sem hafa verið notuð til að hanna leiðréttingar-
kúrfu, vaxa. Par af leiðandi kemst hún að þeirri niðurstöðu að ekki sé
hægt að nota leiðréttingarkúrfu Stuivers og Pearsons (1986) fyrir
íslenskar greiningar án leiðréttinga. Hún telur að allar greiningar á ís-
landi sýni hærri aldur en rétt er og leggur til að 60-80 ár séu dregin af
sérhverjum kolefnisaldri áður en hann er leiðréttur. Ástæðan fyrir
skekkjunni er að sögn Ingrid U. Olsson áhrif koltvísýrings úr hafi, eld-
stöðvum eða af hverasvæðum.
Ingrid U. Olsson hefur rannsakað sýni af gróðri og koltvísýringi við
29. J. Jóhansen 1985, bls. 58.
30. S.V. Arge 1989 (A), bls. 111; sami 1989 (B).
31. R.E. Taylor 1987, bls. 62.
32. S.V. Arge 1989 (A).
33. Margrét Hermanns-Auðardóttir 1989, bls. 67.
34. Sjá t.d. K. Krogh 1986, bls. 3-6; sjá einnig S.V. Arge 1989 (A); 1989 (B).
35. I. Olsson, handrit.