Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Qupperneq 44
48
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hver og hraun (í Haukadal, við Deildartunguhver og á Nýjahrauni í
Vestmannaeyjum). Það ber þó að leggja áherslu á að ekki er um
umfangsmiklar eða skipulagðar rannsóknir að ræða. Þegar sýni voru
tekin nokkra metra frá hverum mældist minni virkni geislakols en í
sýnum, sem voru tekin fjær hverunum. Það hefur þó lengi verið vitað,
að gamalt kolefni frá háhitasvæðum og eldfjöllum getur haft áhrif á
magn geislakols á mjög litlu svæði umhverfis upprunastað hins gamla
kolefnis.36 Ingrid U. Olsson hefur hins vegar ekki getað fært rök fyrir
því að gamalt kolefni geti haft áhrif á lífverur, þegar lengra er komið
frá upptökum þess.
Ef sýni, sem er kolefnisgreint, hlýtur aldursgreiningu, sem er of há,
þótt það hafi ekki verið tekið í námunda við eldfjall eða hverasvæði, er
ekki mögulegt að kenna áhrifum af gömlu kolefni um. Fornleifafræð-
ingurinn eða þeir sem aldursgreina sýni geta hcldur aldrei ákvarðað
hvort kolað birki í langeldi rústar kemur úr skógi sem var 100 metra
eða 1 kílómetra frá upptökum gamals kolefnis eða tíu metra eða tíu
kílómetra frá rústinni. Ef gamalt kolefni hefur haft áhrif, geta þeir ekki
heldur tilgreint hvar upptök þess hafa verið, hvaða eldgos eða hverir
ollu því, og á hvaða tíma. Það er einnig vafasamt að birki tíl eldunar
hafi verið höggvið í næsta nágrenni eldfjalla. Gjóska og önnur gosefni
sjá venjulega til þess að gróðurlaust er með öllu í nágrenni eldfjalla.
íslensk eldfjöll spúa ekki endalaust upp koltvísýringi eins og Ingrid U.
Olsson ímyndar sér. í Færeyjum, þar sem óvæntur hár aldur hefur
einnig fengist með kolefnisaldursgreiningum, eru engir hverir eða
eldfjöll. Áhrifum kolefnis frá eldstöðvum og hverum verður þess vegna
varla kennt um hinar háu aldursgreiningar.
Hafáhrif (koltvísýringur úr hafi) og meint lág virkni af geislakoli eru
betri skýringar á þeim háa aldri, sem sumar íslenskar kolefnisaldurs-
greiningar sýna. Að sögn Ingrid U. Olsson er virkni geislakols lægri á
Svalbarða en í Svíþjóð eða Mið-Evrópu. Vegna aldursgreininga á
sýnum frá íslandi, með hærri aldur en hefðbundið landnám, gengur hún
út frá að virkni sé eins lág á íslandi og á Svalbarða.37 Þau sýni af gróðri,
sem hafa verið tekin í þeim tilgangi að mæla geislakol, koma frá mis-
munandi stöðum við Norður-Atlantshaf, þar sem veðurskilyrði eru
vægast sagt ólík. Varla er hægt að setja ísland á sama bás og Svalbarða,
meðan skipulegar rannsóknir á koltvísýringi úr hafi hafa ekki farið fram
36. R.M.Chatters et al. 1969; L.M. Libby og W.F. Libby 1973; M. Bruns et al. 1980; F.
Saupé et al. 1980.
37. I. U. Olsson, handrit.