Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 46
50
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Mynd 3. Sniðteikning (Snið SI 2) frá rannsókn á svæði austan við skála á Stöng í Þjórsárdal árið
1986. Milli gjóskulaga frá sögulegum tírna fmnst aðfokin gulleit gjóska (ö 7) úr Heklugosinu H
3, sem stundum er bundin saman af örlítilli mold. SIC-SIG eru mannvistarlög, sem reyndust vera
að minnsta kosti eins og hálfs rnetra þykk á þessum stað. Undir mannvistarlögum og undir skála-
rústum var hœgt að fitina aðfokna, jafnt sem óhreyfða, H 3 gjósku. SIA er rannsóknarskurður frá
rannsókninni á Stöng árið 1939. Teiktiing Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.
Hægt er að hugsa sér að efni í gömlum vikri hafi haft áhrif á yngra
lífrænt efni, ef það hefur á einhvern hátt legið nærri vikrinum eða jafn-
vel í honum.40 Ef til vill væri hentugt að rannsaka efnasamsetningu þess
jarðvegs á íslandi, sem kolefnisaldursgreiningarsýni eru tekin úr. Efna-
greining á jarðvegi í tengslum við mælingu á geislakoli hefur ekki verið
gerð á íslandi, en í öðrum löndum þar sem jarðvegur er að miklum
hluta myndaður úr gosefnum, t.d. Japan, er það algeng aðferð.41
VIII. 3. Þáttur rannsóknarstofunnar
og aldursgreining landnámsins
Alls hafa 79 hefðbundnar42 kolefnisaldursgreiningar verið gerðar á
sýnum frá íslenskum fornleifarannsóknum, á níu rannóknarstofum er-
40. F.C. Ugolini og R.J. Zasoski 1979, bls. 99, 103.
41. F.C. Ugolini og R.J. Zasoski 1979, bls. 103.
42. Sjá kafla IX.