Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Qupperneq 48
52
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
uppleystur koltvísýringur úr hafi mjög líklega getað borist í vestan- og
norðanáttum eins og á íslandi og Færeyjum. Á vesturströnd Noregs var
búseta einnig gömul og ekki er hægt að tengja neinar stórar breytingar
eins og íslenska landnámið, með nákvæma tímasetningu úr rituðum
heimildum við atburðarás á vesturströnd Noregs. Ef kenningin um sér-
stöðu íslenskra kolefnisaldursgreininga er rökrétt, ættu að minnsta kosti
sumar kolefnisaldursgreiningar frá vesturströnd Noregs eða írlands að
hafa fengið hærri aldur en rétt er.
Samkvæmt þeim upplýsingum, sem kolefnisaldursgreiningarstofan í
Þrándheimi hefur birt í tímaritinu Radiocarbon, lítur ekki út fyrir að
tíðni aldursgreininga, með hærri aldur en vænst var, sé há. Nokkrar
niðurstöður hafa þó verið óreglulegar.43 En óreglulegar niðurstöður og
of hár aldur hafa einnig fengist af skipulegum greiningum t.d. í Sví-
þjóð.44 Ef farið er í gegnum niðurstöður hinna ýmsu rannsóknarstofa í
tímaritinu Radiocarbon, er auðvelt að finna fjöldann allan af dæmum
um kolefnisaldursgreiningar sem stönguðust á við aldursgreiningar
fornminja. Hvort sá mismunur er afleiðing áhrifa koltvísýrings úr hafi,
eða til kominn vegna lélegs vals og slæmrar vinnslu á sýnum, eða vegna
rangra hefðbundinna aldursgreininga forngripa er annað mál.
Vegna þess raka eyjaloftslags sem ríkir á írlandi mætti búast við sér-
stökum áhrifum á geislakol í lifandi verum þar, eins og á íslandi, Sval-
barða, Grænlandi eða í Færeyjum. Á írlandi hefur hins vegar verið
hönnuð næstbesta árhringaaldursgreiningaraðferð (dendrókrónólogía)
heims. Mjög nákvæmar kolefnisaldursgreiningar hafa verið gerðar á
árhringum eikartrjáa.45 Auðvelt er að aldursgreina árhringa og hin ná-
kvæma leiðréttingarkúrfa, sem fengist hefur við að bera saman niður-
stöður kolefnisaldursgreininganna og árhringagreiningar á frlandi og
annars staðar46 bendir alls ekki til þess að koltvísýringur úr sjó hafi haft
þau áhrif á írlandi, sem hann er sagður hafa á lífrænt efni á íslandi.
Hvort sem koltvísýringur úr hafi, eldstöðvum eða af háhitasvæðum
hefur sérstök áhrif á niðurstöður íslenskra kolefnisaldursgreininga eða
ekki, ber þeim; sem hefur sett fram kenninguna um þessi áhrif, að skýra
nákvæmlega og sanna þau áhrif sem kolefni frá hafi eða úr jörðu eiga
að hafa á t.d. jurtaleifar, áður en kenningum er slengt fram og þær not-
aðar sem algildur sannleikur. Einnig verður að koma til haldgóð skýr-
43. B. Myhre 1980, bls. 135-138; R. Nydal et al. 1985, bls. 586.
44. H. Cinthio 1980, bls. 121-122.
45. M.G.L. Baillie og J.R. Pilcher 1983; Baillie 1985; Pearson et al. 1986.
46. M. Stuiver og G.W. Pearson 1986.