Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Side 49
KOLEFNISALDURSGREININGAR OG ÍSLENSK FORNLEIFAFRÆÐI
53
ing á því, af hverju áhrifin hafa verið tengd íslandi og Færeyjum og
„öðrum löndum á heimskautasvæðum" en ekki Noregi eða írlandi.
VIII.4. Eiginaldur sýnis og viðargreiningar
Þar sem flestar íslenskar kolefnisaldursgreiningar með óvæntan háan
aldur hafa verið gerðar á einni rannsóknarstofu, mætti ef til vill finna
ástæðuna fyrir óvæntum, háum aldri í þeim aðferðum sem rannsóknar-
stofan beitir. Fyrsti þáttur allra kolefnisaldursgreininga er nákvæm
ákvörðun um eðli og gerð sýnisins. Allar þær kolefnisaldursgreiningar,
sem hugsanlega hafa hlotið óeðlilega háan aldur á íslandi, hafa verið
gerðar á sýnum af íslenskum viði. Er hægt að segja nokkurn veginn til
um aldur viðarins er hann var höggvinn eða kolaður? Er viðurinn, sem
aldursgreindur er, af ungum greinum eða frá kjarna trésins? Kolefnis-
aldursgreiningarstofur í Svíþjóð, sem gert hafa flestar kolefnisaldurs-
greiningar frá íslandi, framkvæma ekki eins nákvæmar viðargreiningar
á sýnum og t.d. er gert á kolefnisaldursgreiningarstöð Þjóðminjasafns
Dana, þar sem viðurinn er ekki einvörðungu greindur til tegundar,
heldur einnig reynt að ákvarða eiginaldur (aldur trés áður en það var
fellt).47 Til dæmis er aðeins greint frá viðargreiningum á sýnum frá forn-
leifarannsóknum í Reykjavík á áttunda áratugnum með eftirfarandi
orðum: “It should be noted that all the samples were birch“.48 Engar
viðargreiningar á sýnum frá rannsókninni í Reykjavík á áttunda ára-
tugnum hafa hins vegar verið birtar. Fimm af níu aldursgreindum
sýnum frá Herjólfsdal hafa verið viðargreind á viðeigandi hátt49, án þess
þó að eiginaldur viðarins væri ákvarðaður. Tvö sýnanna frá Herjólfsdal
hafa þó alls ekki hlotið viðargreiningu.
Það er erfitt að útiloka þann möguleika, að eiginaldur íslenskra birki-
trjáa hafi verið hár á landnámsöld. Fyrir landnám íslands höfðu skógar
að sjálfsögðu ekki verið nýttir af mönnum eða í þá beitt. Líklegt er að
tré hafi þrifist vel og orðið gömul. Dauð tré og dauðir skógar hafa
einnig mjög líklega verið algeng. Sökum hins kalda loftslags fúnar
viður seinna á íslandi en í mörgum suðlægari löndum. Þurrt hrís og
sprek er einnig léttara og auðveldara að flytja en nýhöggvinn við. Ef
fyrstu landnámsmennirnir hafa haft einhverja hagsýni og raunsæi til að
47. Sjá M.G. Mook og H.T. Waterbolk 1985, bls. 49-50.
48. E. Nordahl 1988, bls. 113.
49. Margrét Hermanns-Auðardóttir 1989, bls. 45, 178.