Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Blaðsíða 50
54
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
bera, hafa þeir vafalaust notfært sér auðtekinn við á sama hátt og sumir
þeirra notfærðu sér rekavið ásamt íslenskum viði til eldunar á land-
námsbýlinu í Herjólfsdal.511 Ef gamall viður hefur verið notaður til
eldunar, er einnig mun auðveldara að skilja af hverju sumar kolefnisald-
ursgreiningar frá íslandi hafa gefið aldur, sem er mun hærri en aldur
hins viðtekna landnáms. Vert er að taka tillit til þessa þáttar, ásamt
öðrum áhrifum á sýni, sem notuð eru til kolefnisaldursgreininga fyrir
íslenska fornleifafræði.
Hingað til hafa flest sýni, sem hafa verið kolefnisaldursgreind á hefð-
bundinn hátt, verið kolaður viður (sjá töflu 1). í flestum tilfellum hefur
viðurinn verið talinn íslenskur; birki eða víðir. Rekaviður hefur aðeins
verið greindur í fáum tilfellum. Þótt undarlegt megi virðast hafa dýra-
bein frá rannsóknunum í Reykjavík51 eða Herjólfsdal52 aldrei verið
aldursgreind til samanburðar við niðurstöður greininga á viði, sem hafa
gefið allar hinar óvæntu niðurstöður. Kvikfé verður venjulega ekki eins
gamalt og fullvaxta tré, og ef greint er nægilegt magn af bcinum gefa
þau oft öruggari aldursgreiningar en þegar viður er greindur.
Sá möguleiki er einnig fyrir hendi, að birkikolin frá Herjólfsdal og
Reykjavík, sem hafa verið kolefnisaldursgreind, séu af rekaviði (reknu
birki frá Síberíu), en ekki íslenskum trjám. Þetta hefur verið lagt til af
Claus Malmros viðarfræðingi Þjóðminjasafns Dana.53 Ef þetta er rétt,
er hægt að gleyma, eða minnsta kosti endurskoða alla umræðu um haf-
áhrif á geislakol. Birki gæti hafa rekið til íslands eins og það reyndar
gerir í dag. Börk af síberíubirki er meðal annars hægt að finna rekinn
á Ströndum. Rekaviður í Strandasýslu er að miklu leyti ættaður frá
Jennisei fljóti í Síberíu. Rannsóknir fara nú fram á uppruna og gerð
rekaviðar á íslandi.54
IX. AMS-aldursgreiningar
Fyrstu AMS-aldursgreiningar, sem gerðar hafa verið í tengslum við
fornleifarannsóknir á íslandi, hafa einnig gefið umdeilanlegar niðurstöð-
50. Margrét Hermanns-Auðardóttir 1989, bls. 178.
51. Upplýsingar frá Berit Sigvallius, Statens Historiska Museum, Stokkhólmi, október
1990. Engar greiningar á dýrabeinum eru birtar í bók Elsu Nordahl um rannsóknirnar
í Reykjavík.
52. Margrét Hermanns-Auðardóttir 1989, bls. 121-27.
53. D.D. Mahler og C. Malmros í prentun.
54. Ivar Samset hjá Norsk Skovforskningsinstitut í Ás, rannsakar nú gerð og uppruna
rekaviðar í Strandasýslu. Upplýsingar veittar af Hauki Ragnarssyni, Skógrækt ríkisins
Mógilsá.