Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Blaðsíða 55
KOLEFNISALDURSGREININGAR OG ÍSLENSK FORNLEIFAFRÆÐI
59
haft veruleg áhrif á aldursgreininguna. Sá möguleiki er einnig fyrir
hendi, að beinin séu af kristnum landnámsmönnum, sem höfðu kirkju
og söfnuð í Þjórsárdal löngu fyrir kristnitöku árið 1000. Það verður þó
að teljast afar ólíklegt að svo stöddu en vonandi verður ekki reynt að
tímasetja kristnitökuna með kolefnisaldursgreiningum eða gjóskulögum,
eins og reynt hefur verið með landnámið. Stærri hlutar af beinunum úr
gröfum 8 og 18a á Skeljastöðum munu cinnig verða aldursgreindir á
hefðbundinn hátt.
Skipulegar AMS-greiningar á íslenskum forngripum, scm hafa nokk-
urn veginn þekktan aldur, gætu ef til vill gefið gott efni til rannsókna
á meintum utanaðkomandi áhrifum á geislakol á íslandi.
IX. Niðurlag
Ef leysa á vandamálin, sem tengjast kolefnisaldursgreiningum á
sýnurn frá fornleifarannsóknum og jarðfræðirannsóknum á íslandi,
verður samstarf milli sérfræðinga að vera betra en það hefur hingað til
verið.62 Rannsóknarstofur, sem leyna mikilvægum niðurstöðum fyrir
fornleifafræðingum, sem um rannsóknina hafa beðið, án vitundar þeirra
(t.d. U-4403), hafa ekki sýnt nægilega viðleitni í þá átt. Hin meintu
áhrif koltvísýrings úr hafi, eldstöðvum eða jarðhitasvæðum verður að
rannsaka skipulega en ekki á tilviljunarkenndan hátt, eins og hingað til
hefur verið gert. Einhliða samstarf milli einnar kolefnisaldursgreiningar-
stofu og fáeinna íslenskra jarðfræðinga gefur ekki svar við spurningum
varðandi notkun kolefnisaldursgreininga og hugsanlegra skekkjuvalda
fyrir þær á íslandi. Fornleifafræðingar verða að láta sig aðferðina varða
og sýna mun rneiri þekkingu á raungreinum, sem að notum geta komið
og reyna að skilja þær að fullu.63 Það eru þrátt fyrir allt fornleifafræð-
ingar sem ættu að hafa rnestan áhuga á að leysa þau vandamál sem
hugsanlega tengjast notkun kolefnisaldursgreininga á íslandi. Það gæti
leitt til þess að ekki yrði gripið eins oft til ritaðra heimilda og þær not-
aðar með meiri varúð en hingað til hefur verið gert.
Einnig verðum við að sætta okkur við að hefðbundnar kolefnisaldurs-
greiningar eru hlutlægar niðurstöður af ferli á rannsóknarstofu. Hlut-
lægar, vegna þess að þær eru háðar svo mörgum þáttum, sem eru marg-
falt fleiri nú en þegar kolefnisaldursgreiningaraðferðin var upphaflega
kynnt fyrir 40 árum. Þótt hægt sé að fá niðurstöður með aðferðinni,
62. D. Moe 1988; Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1988, bls. 323.
63. Sjá t.d. T. Kankainen 1990, bls. 31-2.