Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Side 69
OKAKER, STOKKAKER
73
öllum kunnir, rúmstokkar og jötustokkar, en í húsum aurstokkar og í
orðskviðum stokkar og steinar."7
Ekki er völ margra heimilda um lagarmál stokkakcra eða okakera en
vafalaust hafa þau verið misjöfn að stærð. í Bréfabók Pórðar Þorláks-
sonar biskups frá 16. júní 1689 getur um „eitt stokkaker, tekur hálfa
tólftu tunnu.“8 Hér mun miðað við lagartunnu sem tók 120 potta og
þetta stokkaker hefur því tekið 1380 potta.
Guðmundur Jónsson frá Húsey í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu
nefnir þessi ílát stokkakeröld í endurminningum sínum og gerir þessa
grein fyrir þeim: „Stór keröld voru smíðuð úr völdum rekavið og tóku
sum fjórar til fimm tunnur. Oft voru þau höfð ferstrend og girt með
tréstokkum sem voru 2-3 þuml. að gildleika. Var þeim læst saman á
hornum og hert að með fleygum . . . Eg þekki tvo menn sem smíðuðu
keröld . . . en ekki vildu þeir smíða stokkakeröld og furðaði mig stór-
lega á því.“9
Um sunnanvert landið virðist orðið okaker hafa verið allsráðandi á
seinni tímum um þessi ferhyrndu stafaílát og þar voru þau víða í
notkun langt fram eftir 19. öld, einkum í Vestur-Skaftafellssýslu og í
austanverðu Rangárþingi. Um þau er völ mestra heimilda í dánarbús-
uppskriftum. í dánarbúsuppskrift Sigurðar Bjarnasonar í Sólheimahjá-
lcigu í Mýrdal árið 1841 er fram talið „okaker gamalt“, virt á 1 rd.111
Sama ár er okakyma í uppskrift í Skálmarbæ í Álftaveri'" og er til vitnis
um mismunandi stærðir okakera. í uppskrift frá Syðri-Fljótum í Með-
allandi 1849 eru tilgreind saman okaker og gjarðakerm sem sýnir að þörf
var skilgreiningar milli stafaíláta. í dánarbúsuppskrift Gunnars Jóns-
sonar í Svaðbæli undir Eyjafjöllum árið 1811 er skráð: „Okakér, lekt, 32
sk., annað dittó, 12 sk., þriðja dittó ker, tekur eina tunnu, lekt, 32 sk.,
fjórða dittó, 32 sk.“n Enn er hér fram talið „lítt nýtt sölfakér, 12 sk.“
og mestar líkur eru til að það hafi verið okaker. í dánarbúi Einars Lár-
ussonar í Mörtungu á Síðu 1868 er „mind (mynd) af okakéri"12 sem
felur í sér að það hafi rétt hangið saman. Dæmin eru mun fleiri í dán-
arbúsuppskriftum frá þessu svæði á 19. öld. Eitt yngsta dæmið úr
Vestur-Skaftafellssýslu um verðlagningu á okakeri er frá 1888. Pá flytur
7. Páll Vídalín: Skýringar yfirfomyrði lögbókar. Reykjavík 1854, bls. 522.
8. Þjóðskjalasafti'. Bps. A. IV, 3, 161.
9. Guðmundur Jónsson í Að vestan. Akureyri 1983, bls. 166-167.
10. Þjsks. Skaft. Dánarbú, XV, 6. Algengastur ritháttur orðsins okaker í dánarbúsupp-
skriftum er okakjer cða okakér.
11. Þjsks. Rang. Dánarbú, XII, 2.
12. Þjsks. Skaft. Dánarbú, XV, 13.