Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Side 73
OKAKER, STOKKAKER
77
í Fljótshlíð virðast okaker hafa haldist fram um miðja 19. öld. Ingi-
laug Teitsdóttir húsfreyja í Tungu í Fljótshlíð (f. 1884, d. 1989) heyrði
gamalt fólk minnast þeirra cn sá þau ekki.
Pórður Sigurðsson hinn fróði á Tannastöðum í Ölfusi (f. 1864,
d. 1955) segir frá okakerum í þætti um afabróður sinn, Þórð Erlendsson
á Tannastöðum. Hjá honum var allt sauðfé skorið niður 1857 sökum
fjárkláða: „Þegar féð var skorið niður vantaði ílát undir allt það kjöt og
slátur er til féllst. Þórður smíðaði tvö ferhyrnd okaker og saltaði kjötið
í þau.“19 Kolbeinn Guðmundsson frá Úlfljótsvatni í Grafningi sagði
mér að síðasta okaker í Árnessýslu hefði líklega verið á Alviðru í Ölf-
usi. Það eyðilagðist í jarðskjálftunum 1896 að sögn Árna Jónssonar
bónda á Alviðru. Þar hrundi þá stór skemma og undir hruni þaks og
veggja varð okakerið, tveir látúnsbúnir kvensöðlar, auk annarra hluta,
sem þar er enn að leita.
Okakerið frá Svínavatni horfir við gestum í sýningarsal Reykjasafns
í Hrútafirði og er þar tvímælalaust mest fágæti gripa. Það ber safn-
númer 550 og sú umsögn fylgir því í safnskrá að það sé kornbyrða
„nefnd okaker".20 Vel hefur það hentað til þeirra nota en þó er þetta að
upphafi lagarhelt ílát og viðir þess báru því enda glöggt vitni, er það
kom til safnsins, að hafa komist í snertingu við mjólkurmat. Byggða-
safnið var sett upp á útmánuðum 1967. Þá féll í hlut minn að koma
okakerinu í sýningarhæft ástand. Það hafði gisnað mjög við geymslu í
hlýju húsi. Nauðsyn bar til að fella mjóa stafi inn í hliðar svo kerið héldi
réttu lagarmáli og héldi gömlum svip. Stóðu trébönd þá fyrir sínu. Þau
eru tvö, hafa áður verið þrjú svo sem glöggt sést á litaskiptum á
miðjum stöfum. Miðbandið hefur ekki verið cndurnýjað. Það hefur
verið fest með trénöglum við nokkra stafi. Kerið er 78,5 cm á hæð og
hæð frá botni er 75 cm. Þykkt stafa að neðan er 2,5 cm, að ofan 1,5 cm.
Sagað hefur verið í þá og sporað upp fyrir lögg. Utanmál þess við op
er 96,5 X 87,7 cm, við botn 98,5 cm X 89,5 cm. Ummál stokka eða
oka er 6 X 3,7 cm. Þeir ná um 6-8 cm út frá kerinu á hornum. Trétittir
eru til festingar á hornum. Stafir eru blindingaðir saman. Þverokar eru
neðan á botni. Ekkert lok fylgdi kerinu til safnsins.
19. Guðni Jónsson: íslenzkir sagnaþættir og þjóðsögnr XI. Reykjavík 1957, bls. 127-128.
20. í aðfangaskrá Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum um nr. 550 segir:
„Gömul kornbyrða, nefnd okaker. Hún er ferkantað stafaker með tré umgjörð að ofan
og neðan. Kassinn er 97x88 cm að stærð, 79 cm að hæð. Um-gjarðirnar eru nokkuð
sverar spýtur sem ganga í gegnum hvor aðra á hornunum og mynda oka. Kornbyrðan,
sem er úr furu, er orðin nokkuð eydd og farin að gisna, sérstaklega í botninn. “ Upp tekið
af Bjarna Aðalsteinssyni skólastjóra á Reykjum.