Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Side 74
78
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Um stokkaker getur í skemmu á Gili í Svartárdal 1827.21 Tveir Norð-
lendingar gátu látið mér í té fróðleik um okaker í Valadal í Skagafirði,
sem til var nokkuð fram um aldamótin 1900. Guðmundur Jósafatsson
frá Austurhlíð, Austur-Húnavatnssýslu, skrifaði mér á þessa leið 23. okt.
1973:
„Þú ert í línum þínum að spyrja mig um okakerið frá Svínavatni.
Um nafnið á gripnum er það að segja að ég hef aldrei heyrt annað
heiti á honum en þetta. Var ég því þó samtíða í sex ár (í Valadal,
Þ.T.), þó ekki væri það sá hinn sami. Ég hefi mjög sterkan grun um
að þarna sé elsta gerð kerja, sjálfur forveri svigagyrtu sýrukerjanna
og byggi það á gamla okakerinu í Valadal. Ég tel öruggt að gerð
þess hafi verið miklum mun eldri en Svínavatnskerið, enda mun það
hafa verið vandaðra smíði og þó að hinu fullmetnu. Hliðar þess voru
mun þykkri en á Svínavatnskerinu, borðin plægð saman á þann hátt
að tappinn var laus en nót skorin í báðar borðrendur.
Okarnir voru þannig skornir á hornunum að hægt var að herða þá
saman með fleygum á öllum hornum og frá öllum hliðum. Lögg var
skorin í allar hliðarQalir á sama hátt og í stafi á keraldi og var botn-
inn felldur í löggina jafnt á hliðum og botni.
Þegar ég nú rifja upp það sem ég tel mig muna um þennan gamla
grip, virðist mér allt benda til þess að okakerið hafi upphaflega verið
hugsað sem lagarílát: sýruker. Mætti vel hugsa sér að hugtakið ker
og okaker benti til þess. Og var óhugsandi að til okakersins væri
gripið ef svigar voru ekki fyrir hendi?“
Annar heimildarmaður minn um okakerið í Valadal var Stefán
Friðriksson á Sauðárkróki, í sendibréfi 15. apríl 1974:
„Ker þetta var viðlíka vítt og það var hátt, eða sem næst 70 cm á
hvorn veg, hæð og breidd. Það var jafnvítt og stafirnir voru tæpir
2 cm á þykkt.
Tvö eyru voru á kerinu og mun hlemmurinn hafa gengið niður á
milli þeirra, annars fylgdi hlemmurinn útbrún kersins. Okar munu
hafa verið á hlemmnum beggja vegna og að öllum líkindum hefir
botninn verið með okum eins og hlemmurinn þó ég muni það ekki
fyrir víst.
Ker þetta var notað fyrir súrmat, sérstaklega fyrir svið og lunda-
21. Húnavaka 1989, bls. 133.