Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Side 74

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Side 74
78 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Um stokkaker getur í skemmu á Gili í Svartárdal 1827.21 Tveir Norð- lendingar gátu látið mér í té fróðleik um okaker í Valadal í Skagafirði, sem til var nokkuð fram um aldamótin 1900. Guðmundur Jósafatsson frá Austurhlíð, Austur-Húnavatnssýslu, skrifaði mér á þessa leið 23. okt. 1973: „Þú ert í línum þínum að spyrja mig um okakerið frá Svínavatni. Um nafnið á gripnum er það að segja að ég hef aldrei heyrt annað heiti á honum en þetta. Var ég því þó samtíða í sex ár (í Valadal, Þ.T.), þó ekki væri það sá hinn sami. Ég hefi mjög sterkan grun um að þarna sé elsta gerð kerja, sjálfur forveri svigagyrtu sýrukerjanna og byggi það á gamla okakerinu í Valadal. Ég tel öruggt að gerð þess hafi verið miklum mun eldri en Svínavatnskerið, enda mun það hafa verið vandaðra smíði og þó að hinu fullmetnu. Hliðar þess voru mun þykkri en á Svínavatnskerinu, borðin plægð saman á þann hátt að tappinn var laus en nót skorin í báðar borðrendur. Okarnir voru þannig skornir á hornunum að hægt var að herða þá saman með fleygum á öllum hornum og frá öllum hliðum. Lögg var skorin í allar hliðarQalir á sama hátt og í stafi á keraldi og var botn- inn felldur í löggina jafnt á hliðum og botni. Þegar ég nú rifja upp það sem ég tel mig muna um þennan gamla grip, virðist mér allt benda til þess að okakerið hafi upphaflega verið hugsað sem lagarílát: sýruker. Mætti vel hugsa sér að hugtakið ker og okaker benti til þess. Og var óhugsandi að til okakersins væri gripið ef svigar voru ekki fyrir hendi?“ Annar heimildarmaður minn um okakerið í Valadal var Stefán Friðriksson á Sauðárkróki, í sendibréfi 15. apríl 1974: „Ker þetta var viðlíka vítt og það var hátt, eða sem næst 70 cm á hvorn veg, hæð og breidd. Það var jafnvítt og stafirnir voru tæpir 2 cm á þykkt. Tvö eyru voru á kerinu og mun hlemmurinn hafa gengið niður á milli þeirra, annars fylgdi hlemmurinn útbrún kersins. Okar munu hafa verið á hlemmnum beggja vegna og að öllum líkindum hefir botninn verið með okum eins og hlemmurinn þó ég muni það ekki fyrir víst. Ker þetta var notað fyrir súrmat, sérstaklega fyrir svið og lunda- 21. Húnavaka 1989, bls. 133.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.