Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Side 77
HALLDÓR BALDURSSON
FALLBYSSUBROT FRÁ
BESSASTÖÐUM
Röntgenskoðun Í990
Inngangur
í reisubók Jóns Indíafara1 er sagt, að þegar Tyrkir rændu hér á landi
1627, hafi Holgeir Rósinkranz, höfuðsmaður á Bessastöðum 1620 - 1634,
látið gera skans eða virki við Seyluna, skipalægið við Bessastaði. Fall-
byssur voru fluttar í skansinn frá Bessastöðum.
Af skansinum var svo skotið á skip Tyrkja, þegar þeir ætluðu að ráðast
á Bessastaði í júní 1627.
Skansinn var endurbættur 1668 undir stjórn Otte (eða Otto) Bjelke, en
honum var meðal annars falið með konungsbréfi 3. júlí 1667 að „og ellers
at befestige Bessested eller en anden bekvemmelig Plads til Defension...
Petta var í tilefni af ófriði, sem þá var milli Dana og Englendinga.2 Svo
virðist, sem fallbyssum hafi verið bætt í Bessastaðaskans um svipað leyti.3
Sumarið 1809 voru þær fallbyssur, sem nothæfar töldust, fluttar úr
Bessastaðaskansi í nýtt vígi við Arnarhól, sem nefnt hefur verið Phelps
skans, Jörundarvígi eða Battaríið. Þetta voru sex langar fallbyssur, ætlaðar
fyrir 6 punda járnkúlur.3 Engar heimildir hef ég fundið um hvort ónot-
hæfar fallbyssur voru þá skildar eftir í Bessastaðaskansi.
Bessastaðaskans hefur lítt komið við sögu eftir þetta, en sést ennþá mjög
vel. Á 19. öld var þar kot, kallað Skansinn. Ólafur Eyjólfsson, öðru nafni
Óli Skans, var kenndur við þetta kotbýli, þar sem foreldrar hans bjuggu.4
í Þjóðminjasafni íslands eru nokkrir hlutir, sem geta verið tengdir Bessa-
staðaskansi. Meðal þeirra eru tveir hlutir, sem líkur bentu til, að væru brot
úr fallbyssum.
Annar hluturinn fannst við fornleifagröft heima á Bessastöðum 1987.
Þetta er járnrör, mjög ryðbólgið, ca. 27 cm langt og ca. 6 cm vítt. Á rörinu