Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Blaðsíða 78
82
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
i
eru mjög greinilegar sprungur langsum. Tveir járnhringir eru þversum
utan um rörið, annar við enda og hinn nálægt miðju. Hluturinn hefur
númer BES 1987/200 í Þjóðminjasafninu og verður hér eftir nefndur með
því númeri. Sjá mynd 1.
Hinum hlutnum er lýst svo í safnskrá Þjóðminjasafnsins 1883: „2467.
Dr. Grímur Thomsen á Bessastöðum: Kanona gömul og ryðbrunnin
mjög, hún er nær al(in) á lengd, mun vera samsett úr hólkum því margir
upphækkaðir hringir eru utaná, fylgir mikiljárnhalda. sem hún hefir leikið
í, og 2 kúlur fundnar þar niðrí jörð. Borgað fyrir að bera þettað frá Þor-
móðsstöðum og uppá safn. Fylgiskjal nr. vantar. Kr. 0.75.“5
Þetta er járnrör, ca. 50 cm langt og ca. 8 cm vítt. Utan um rörið eru
þversum sex járnhringar með jöfnu millibili. Gapandi sprungur eru
þversum utan á rörinu við hringina, en sjást ekki innan frá. Sjá mynd 4.
Sumarið 1990 voru þessir tveir safngripir skoðaðir með röntgenmynda-
töku til að afla upplýsinga um samsetningu þeirra og reyna þannig að fræð-
ast um uppruna þeirra og notkun.
Röntgenskoðunin var gerð í Iðntæknistofnun íslands, Þjóðminjasafn-
inu að kostnaðarlausu. Stefán Jóhann Björnsson, vélfræðingur, stjórnaði
röntgenskoðuninni.
Aðferð við röntgenskoðunina
Fyrri hluturinn, BES 1987/200, var svo ryðbólginn, að ryðgjall fyllti
rörið að miklu leyti. Því var ómögulegt að koma filmu inn í rörið án þess
að valda spjöllum. Blýstaflr, A,B,CogD, vorufestirutanárörið til merk-
ingar, með 90 gráða millibili. Hluturinn var svo lagður á röntgenfilmu,
svo að merkingin A snéri upp, í átt að geislagjafanum ( röntgentækinu ).
Röntgenmynd var svo tekin gegnum hlutinn allan, sjá mynd 2. Rönt-
genmyndir voru teknar á sama hátt með punktana B og C næst geislagjaf-
anum. Þrjár myndir voru teknar af þessum hlut. Sjá mynd 3.
Hinn hluturinn, nr. 2467, var merktur með blýstöfum, A,B,C og D á
sama hátt og sá fyrri. Röntgenfilmu var stungið inn í rörið innan við staf-
inn A og röntgenmynd tekin, sjá mynd 5. Á sama hátt voru teknar myndir
gegnum punktana B,C og D. Sjá mynd 6.
Niðurstöður röntgenskoðunar
Fyrri gripurinn, BES 1987/200, er samsettur úr járnstöngum, 1-2 cm
breiðum. Stöngunum er raðað saman líkt og stöfum í tunnu. Utan um
stengurnar liggja tveir járnhringir líkt og gjarðir á tunnu. Ekki er afþessari
skoðun hægt að fullyrða, hvort járnstengurnar liggja í einu lagi eða í fleiri