Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Síða 84
88
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Myttd 7. Bakhladin fallbyssa i Týhússafninu í Kauptnannahöfn. Byssatt er talin vera frá tniðri 16.
öld. Púðurkrús (byssukatnar) i byssunni. Ljóstnynd: Týhússafnið.
er samsett úr plötum innst, þá hólkum og hringjum utan á samskeytum
hólkanna.
Safngripirnir tveir, sem voru röntgenskoðaðir, eru ótvírætt brot úr
tveim fremur litlum smíðuðum járnfallbyssum, sennilega bakhlöðnum.
Safngripur 2467 hefur verið fallbyssa, sem lék í gaffli eða höldu. Þessi
halda hefur getað verið fest í tréstokk, t.d. borðstokk á skipi, rekin niður í
torfhleðslu eða múruð föst. Byssan hefur sennilega verið af þeirri tegund,
sem nefndist peterara (myndir 4 og 7). Hinn gripurinn, BES 1987/200,
hefur ef til vill verið í svipaðri höldu, en hitt er þó fullt eins líklegt, að sú
byssa hafi legið í tréstokki og þá hefur verið erfitt og seinlegt að miða.
Slíkar byssur hafa verið á mörgum skipum, sem sigldu til íslands í lög-
legum eða ólöglegum erindum. Kaupskip og hvalveiðiskip voru oft
vopnuð til að verjast sjóræningjum eða keppinautum í viðskiptum.
Fyrir kom, að kaupskip dönsku íslandsverslunarinnar gerðu upptæk
skip þeirra, sem í óleyfi stunduðu verslun hér við land og á 18. öld gerðu
íslandskaupmenn út víkingaskip, sem tók þrjú skip herfangi fyrir laun-
verslun við ísland.8
Fiskimenn gátu líka haft sínar aukabúgreinar. Með konungsbréfi Frið-
riks þriðja 21. maí 1668 fékk Otte Axelsen leyfi til að stunda fiskveiðar við
ísland og til að gera upptæk skip og varning þeirra, sem án leyfis stunda
eða hafa stundað verslun á íslandi.9 Varla hefur Otte Axelsen gert sér vonir
um gróða sem víkingur nema St. Peder, skip hans, hafi verið vopnað.
Byssurnar á Bessastöðum gætu hafa verið sendar úr vopnabúri konungs