Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 87
MARGRÉT HALLGRÍMSDÓTTIR
RANNSÓKNIR í VIÐEY
Vaxspjöld frá 15. öld finnast við uppgröft rústa Viðeyjarklausturs.
I. Inngangur
í Viðey hefur undanfarin Qögur ár farið fram fornleifarannsókn í
bæjarhólnum norðan Viðeyjarstofu. Komið hafa í ljós mannvistarleifar
frá síðmiðöldum og hafa þegar verið kannaðar rústir skála, ónstofu og
búrs ásamt hluta ganga. Grcinilegt er að um leifar gangabæjar er að
ræða. Ýmsar merkar fornleifar hafa fundist við uppgröftinn og má þar
fyrst nefna vaxspjöld með letri og verður hér sérstaklega greint frá
þeim. Letrið á vaxspjöldunum er að vísu mjög skert og lítið eftir af því
á sumum þeirra, en á þeim hafa verið textar á hollensku, latínu og
íslensku, flestir kirkjulegir og frá 15. öld að því er handritafræðingar
telja. Um einstæðan fornleifafund er að ræða sem varpar ljósi á niður-
stöður rannsóknarinnar í Viðey, en vaxspjöldin eru ein sterkasta vís-
bending þess að um leifar klausturbyggðar sé að ræða. Pær eru einnig
til merkis um ritmenningu í klaustrinu á 15. öld, auk þess sem þær gætu
verið vísbending um samskipti Viðeyjarmunka og Hollendingsins Goze-
wijns Comhaer sem var Skálholtsbiskup á 15. öld.
Klaustur í Viðey á 13.-16. öld
Samkvæmt kirknaskrá Páls biskups Jónssonar um kirkjur í Skálholts-
biskupsdæmi var komin kirkja í Viðey um 1200.1 Kirknaskráin var lík-
lega upphaflega gerð árið 12032, en hefur varðveist illa og eru elstu
handrit hennar frá 17. og 18. öld.3
Árið 1224 keypti einn af fremstu höfðingjum landsins, Þorvaldur
Gissurarson, Viðey og mun hann hafa fengið Snorra Sturluson í lið með
1. íslenskt fornbréfasafn XII, bls. 9.
2. íslenskt fornbréfasafn XII, bls. 1-15.
3. Ólafur Lárusson: „Kirknatal Páls biskups Jónssonar", bls. 123-145.