Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Qupperneq 100
104
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
á síðmiðöldum. Spjöldin eru með 0,5 cm breiðum viðarkanti (1 mm
háum). Vax var borið á flötinn báðum megin innan rammans og var
yfirborð því slétt. Spjöldin eru unt 8,5 X 5,5 X 1,5 cm að stærð. Vax-
spjöldin eru nokkuð skert og vax sums staðar dottið upp úr, þótt viður-
inn sé heill undir. Á vaxið hefur verið rist letur nteð stíl og eru texta-
leifar á fjórum þeirra, sent síðar verður vikið nánar að. Meginhluti
skriftarleifanna er á hollensku, þ.e.a.s. niðurlensku, sem hér er kölluð
hollenska til hægðarauka án þess að í því felist að skírskotað sé til þess
málsvæðis þar sent nú er töluð hollenska. Þessar skriftarleifar hafa
handritafræðingar tímasett til 15. aldar á grundvelli leturgerðar og sama
máli gegnir um lcifar af latncskum texta á einu spjaldinu. Ekkert bendir
til þess að þcssir erlendu textar hafi verið skrifaðir af íslendingi, þannig
að trúlegast er að vaxspjöldin hafi borist hingað skrifuð, en leifar af
íslenskum texta á einu spjaldi eru fremur taldar frá 16. öld, og þar kynni
að hafa verið skafin út eldri skrift, enda voru vaxspjöld í eðli sínu fjöl—
nota ritföng.
Á leðurhylkinu sem töflurnar hafa verið geymdar í er þrykkt laufa-
mynstur og meðfram kanti þess eru saumför. Dr. Ellen Maric Mageroy,
sem hefur sérhæft sig í grciningu jurtaskreytis frá miðöldum fékk leður-
hylkið til athugunar. Er það skoðun hennar að erfitt sé að tímasetja
mynstrið nákvæmlega, en hún áleit það vera með fyrirmynd úr jurta-
ríkinu. Þó benti hún á þann möguleika að mynstrið sýndi fuglsfjaðrir.28
Sarns konar upphleypt mynstur hefur fundist á leðurmynd af manns-
höfði og er athyglisvert að leðurmyndin er frá Fríslandi í Hollandi. Hún
hefur verið tímasett til 17. aldar.2y Það eitt gæti bent til þess að vax-
spjöldin frá Viðey væru hollensk að uppruna þar sem mynstrið er þekkt
þaðan. Með tilliti til tímasetningar vaxspjaldanna og leðurmyndarinnar
er rétt að benda á álit dr. Mageroy um að mynstrið byggi á eldri hefð
og því gæti askjan verið töluvert eldri en leðurmyndin.30 Athyglisvert
er að á leðuröskju undan vaxspjöldum frá Jórvík er þrykkt laufa-
mynstur með hjartalaga laufum.31 Mynstrið á þeirri öskju er nokkuð
frábrugðið mynstrinu á öskjunni frá Viðey þótt lauf virðist vera fyrir-
myndin á báðum stöðum.
28. Árbæjarsafn. Bréf dr. Magcroy til Árbæjarsafns, dags. 4. apríl 1991.
29. Gall, G.: Leder im Europaischen Kunsthandwerk. Ein Handbuch Jiir Sammler und Lieb-
haber, bls. 337.
30. Árbæjarsafn. Bréf dr. Mager0y til Árbæjarsafns, dags. 4. apríl 1991.
31. Bailey, M.: „Love poem from the Middle Ages“, bls. 2.