Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Side 101
RANNSÓKNIR í VIÐEY
105
Mynd 9. Vaxspjöldin lágu fnnin saman og má hér sjá leðurbotninn, sem var neðstur. Hann er úr
þuntiu leðri. (Ljósmynd: Þjóðminjasafn íslands, ívar Brynjólfsson).
Leðurhylkið er í þremur hlutum, þ.e. mynstruðum leðurbotni með
lausu leðurstykki í og þunnu leðurloki.',2 Leðurbotninn er úr þykku
leðri og voru ílöng saumför meðfram brún botnsins.33 Vaxspjald 1 var
næst botni og tafla 5 næst loki. Meðfram kanti leðurloksins eru saumför
og einnig eftir endilangri miðju leðursins. Fastur járnkökkur var á leð-
urhylkinu, sem líklega voru leifar af stíl. Stefán Karlsson, handritafræð-
ingur á Stofnun Árna Magnússonar, hefur umsjón með greiningu leturs
á vaxspjöldunum og eru þau varðveitt í handritageymslunni þar.
Kristín Huld Sigurðardóttir, forvörður á Þjóðminjasafni íslands, hafði
umsjón með forvörslu vaxspjaldanna og leðurhylkisins.34
Sumarið 1988 fannst stakt vaxspjald í gólfskán búrsins.35 Það var
32. Lcðurlokið var 9,9 cm langt, 6,0 cm breitt og um 2 mm þykkt.
33. Botninn var 11,2 cm langur, 6,7 cm breiður og 2,1 cm hár. Lcðrið var um 2 mm
þykkt.
34. Sjá grein Kristínar Huldar Sigurðardóttur um viðgerð vaxspjaldanna annars staðar í
árbókinni.
35. Árbæjarsafn. Fannst í lagi 34/3B, X52, Yll, þ.e. búrrúst, sjá dagbók undirritaðrar
sumarið 1988.