Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 103
RANNSÓKNIR í VIÐEY
107
Mynd 11. Stakt vaxspjald. Sumarið Í988fannst stakt vaxspjald ígólfskdn búrsins. Það spjald var
lengra og mjórra en hin ftmm. Á spjaldið vorn rispnr í „zik-zak" mynstri, vœntanlega til þess að
festa vaxið. (Ljósmynd: Þjóðminjasafn íslands, ívar Brynjólfsson).
við af pergamenti og dró því mjög úr notkun vaxtaflna39 og eru þær því
vísbending um tímasetningu til síðmiðalda án tillits til aldursgreiningar
textans. Skriftarspjöldin hafa líklega verið borin í lcðurhylkinu við
belti40 og hafa vaxtöflur fundist erlendis í slíkum hylkjum m.a. í Hop-
rekstad í Noregi og Jórvík á Englandi.41
Frá vaxspjöldum og notkun þeirra er sagt í nokkrum íslenskum mið-
aldaheimildum. Orðið „vax“ kemur mjög víða fyrir í fornbréfum, scm
prentuð eru í íslensku fornbréfasafni. Trúlega er þar þó oftast um að
ræða vax til að gera kcrti. Biskupasögur greina frá því að Lárentíus
Kálfsson biskup, sem var biskup á Hólum 1323-1330, hafi notað
vaxspjöld. í Lárentíus sögu biskups segir: „Eftir máltíðina daglega reik-
39. Mártensson, A.W.: „Styli och vaxtavlor", bls. 140. Pappír var ódýrari en bókfell og
þess vcgna óþarft að skrifa uppkast á vaxspjöld. Pappírinn leysti því bæði bókfell og
vaxspjöld af hólmi. Hér á landi er vitað um pappírsnotkun á fyrri hluta 15. aldar, en
notkun hans virðist hafa verið lítil þar til eftir siðbreytingu.
40. Mártensson, A.W.: 1 „Styli och vaxtavlor", bls. 114.
41. Huitfeldt-Kaas, H.J.: „En notisbog paa Voxtavlor fra Middelaldercn" og grein 24.
mars 1991 í Observer, „Love poem from the Middle Ages“, bls. 2.