Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 105
RANNSÓKNIR í VIÐEY
109
Mynd 12. Vaxspjald iA. Nánast ekkert vax er á spjaldinu þótt örlítið sé eftir af vaxi á þeirri hlið
setn sneri að lokinu, þ.e. Itlið 1A. Ekkcrt letur er sjáanlegt á spjaldinu hvorki í tré né
vaxifLjósmynd: Þjóðminjasafn íslands, ívar Brynjólfsson).
Við bæjarhólinn að Stóruborg undir Eyjafjöllum fannst stakt vax-
spjald árið 1969. Þar er um að ræða eikarspjald, 11,0 X 7,3 cm að stærð,
og er mesta þykkt þess 0,5 cm. Á spjaldinu var upphleypt brún með
kanti og var spjaldið innan rammans allt rist óreglulegum tiglum.
Brúnin markaði bráðnu vaxi bás og skorurnar hafa verið ristar með það
fyrir augum að vaxið festist betur við flötinn. Vaxið var allt horfið af
spjaldinu og því ekkert greinanlegt letur þar á. Árið 1971 fannst eftir
stórbrim við Stóruborg blýstíll, þríhyrndur, egglaga til annars enda og
oddlaga til hins. Þrjár rúnir höfðu verið ristar á annan flöt breiðari
endans, þ.e. orðið blý.47
Vaxspjöld með varðveittu vaxi og letri hafa sjaldan fundist á Norður-
löndum. Við Edása kirkju í Vesturgautlandi fundust fimm beykitré-
plötur með vaxleifum, en letrið var að mestu ólæsilegt. f Noregi komu
í ljós við stafkirkjuna í Hoprekstad í Sogni sex vaxspjöld með varð-
veittu letri frá því um 1300. Þau voru af svipaðri stærð og það, sem
fannst í gólfskán búrsins í Viðey, en minni en hin fimm. Árið 1986
fannst rómverskt vaxspjald við uppgröft í London. Viðurinn var vel
47. Þórður Tómasson: „Þrír þættir. Vaxspjald og vaxstíll frá Stóruborg", bls. 105-106.