Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Síða 106
110
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
varðveittur, en vaxið var horfið. Texti var á spjaldinu í þrettán línum,
en letrið hafði verið rist á töfluna með málmstíl í gegnum vaxið.48
Nýlega fundust vaxspjöld frá 14. öld íjórvík á Englandi. Spjöldin voru
minni en þau sem fundust í Viðey, en voru í leðuröskju eins og þau. Á
spjöldunum, sem voru átta talsins, var letur og hefur komið í ljós við
greiningu þess að um rímað ástarljóð á ensku er að ræða.49
Greining textans á vaxspjöldunum
Ljósmyndir voru teknar af vaxspjöldunum á ýmsum stigum, þær
fyrstu þegar spjöldin voru nýkomin úr jörðu, aðrar meðan á forvörslu
stóð og loks að forvörslu og viðgerð lokinni. Stækkuð eintök af þessum
myndum voru fengin Stefáni Karlssyni handritafræðingi á Stofnun
Árna Magnússonar og hann beðinn að greina texta og lesa eftir
föngum.
Petta verk hefur ekki enn verið unnið til hlítar, og Stefán mun síðar
gera nákvæmari grein fyrir textaleifunum, en hér á eftir verða megin-
niðurstöður raktar, eins og þær liggja fyrir nú.
Stefán komst að þeirri niðurstöðu að hollenskur (niðurlenskur) texti
mundi vera á tveimur spjaldanna (2 og 5), latneskur á einu þeirra (4) og
íslenskur á einu (3), en á einu (1) sáust engar skriftarleifar. Jafnframt
taldi hann trúlegt að hollenska skriftin og sú latneska væri frá 15. öld,
en íslenska skriftin heldur yngri, helst frá fyrri hluta 16. aldar.50
Sumarið 1990 var dr. J.P. Gumbert, prófessor í fornskriftarfræði við
háskólann í Leiden í Hollandi, staddur hér á landi, og komst Stefán í
samband við hann og sýndi honum myndir af spjöldunum. Gumbert
staðfesti þegar að um hollenskan texta frá 15. öld væri að ræða. Hann
fékk síðan ljósmyndir til frekari athugunar og skýrði Stefáni frá niður-
stöðum sínum í tveimur bréfum.51
Eins og áður var getið voru spjöldin í öskjunni fimm talsins, og voru
þau tölusett þannig að spjald 1 var á botni og spjald 5 næst leðurlokinu.
Hér á eftir verður spjöldunum lýst hverju um sig, en ekki í þeirri röð
sem þau voru þegar þau fundust.
Vaxspjald ? er 8,7 cm langt, 5,5 cm breitt og 1,5 mm þykkt (með
48. Ganiaris, H.: „Examination and Treatmcnt of a wooden writing tablet from
London", bls. 3.
49. Bailey, M.: „Love poem from the Middle Ages“, bls. 2.
50. Stefán Karlsson: „Vaxtöflur frá Viðey", bls. 102.
51. Bréf dagsett 4.9. og 16.10. 1990.