Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 108
112
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Maríukvæðis, sem hæfist á ávarpi til Maríu, í þýðingu ’María
drottning, huggun mín og trausf, Textinn er í fimm línum, og yfir
tveimur fyrstu línunum eru leifar af nótum á fjórum strengjum. Fyrsta
erindið endar aftast í 2. línu, en 2. erindi aftan við miðja 5. línu;
afgangur þeirrar línu er óskrifaðurf4
Eins og áður segir, staðfesti prófessor J.P. Gumbert þegar að á hlið
5A væri hollenskur texti frá 15. öld, og í áðurnefndum bréfum hans
kemur fram að um er að ræða vel kunnan texta: í stórri spjaldskrá í
Leiden um hollensk handrit (BNM) er þessa Maríukvæðis getið í fimm
handritum og gamalli prentaðri útgáfu. Tveir þessara texta, sem báðir
eru með nótum, voru prentaðir 1963 í ritsafni hollenska tónlistarsögu-
félagsins ásanrt myndum af þeirn blaðsíðum handritanna sem hafa nót-
urnar að geyma.55
Ekki eru nema sumar nóturnar á vaxspjaldinu skýrar, og ekki er víst
að þær hafi allar verið skrifaðar. Þær sem greindar verða með nokkurri
vissu eru yfirleitt nótu hærri en nóturnar í hollensku handritunum
tveimur sem getið var hér að framan, en nóturnar í þeim eru reyndar
ekki öldungis samhljóða.
Stefán Karlsson hafði lesið texta erindanna tveggja á 5B að miklu
leyti, en Gumbert leiðrétti þann texta og fyllti.56 Fáein orð í textanum
koma þó ekki heim við neinn þeirra þriggja hollensku texta sem Stefán
hefur í höndum frá Gumbert, en það verður ekki rakið nú. Hér á eftir
fer texti 5B stafréttur eftir föngum og skáletraðir þeir stafir sem eru
bundnir en leystir upp, en ólæsilegir stafir eða með öllu horfnir prent-
aðir innan hornklofa. Lóðrétt strik sýna línuskil á spjaldinu:
[mjaria co«ningi«ne
mijn troest mij« to verlaet
vercrigt | [v] kindes my«ne
berou van mij n misdaet |
[des] wordic wel geware
dat v kint my[» | is] goet/
want si kan wel hart verclaren |
ende gheuen goeden raet
54. Stefán Karlsson: „Vaxtöflur frá Viðey“, bls. 102.
55. Het geestelijk lied van Noord-Nederland in de vijftiende eeuw, bls. 17-20 og 234-35.
56. Bréf dr. Gumberts dags. 16.10. 1990.