Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Side 109
RANNSÓKNIR í VIÐEY
113
Mynd Í4. Vaxspjald 5A. Báðar hliðar spjalds 5 ern þaktar vaxi og er letur á báðutn hliðurn
spjaldsins. Á hlið 5A er letrið í fnnin Ihtum, en síðasta lína er ekki skrifuð til enda. Hér eru fyrstu
tvö erindin af Itollensku Maríukvceði og textinn hyrjar þannig „[injaria conninginne mijn troest
mijn to verlaet", þ.e. „María drottning, huggutt mín og traust". Yfr tveimur fyrstu línunum, þ.e.
fyrra erindinu, eru leifar af nótum á fórum strengjum. (Ljósmynd: ímynd, Guðmundur Ingólfsson,
1989).
Vaxspjald 2 er 7,9 cm langt, 5,6 cm breitt og um 2,0 mm að þykkt.
Spjaldið var nokkuð illa varðveitt og hafði brotnað. Hluta annarrar
skammhliðar vantar, og aðeins önnur hlið spjaldsins, 2A, var þakin
vaxi með varðvcittu letri.
Á hlið 2A er greinanlegur texti í 9 línum, en sú 9. er örstutt. Ekki
tókst Stefáni að lesa nema lítið eitt með vissu af þessu letri en þó nóg
til þess að hann taldi að textinn mundi vera kirkjulegs eðlis, á hollensku
og líklega með sömu hendi og textinn á 5A.17 Prófessor Gumbert gat
lesið meira af þessum skerta texta, og í ljós kom að hér var framhald
þess Maríukvæðis sem tvö fyrstu erindin eru úr á 5A.’’8 Fjögur erindi
hafa verið skrifuð á hlið 2A, og eru það 4., 5., 6. og 8. erindi í tveimur
57. Stefán Karlsson: „Vaxtöflur frá Viðey", bls. 102.
58. Bréf dr. Gumberts dags. 16.10. 1990.