Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 110
114
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Mynd 15. Vaxspjald 5B. Lelrið á þeirri hlið er máð og hefur ekki tekist að grcina það. (Ljósmynd:
Þjóðminjasafn íslands, ívar Brynjólfsson).
þeirra þriggja hollensku texta sem Stefán hefur frá Gumbert (en í þeim
þriðja eru aðeins fjögur erindi alls).
Vaxspjald 4 er 8,5 cm langt, 5,5 cm breitt og 2,0 mm að þykkt.
Brúnin á annarri skammhliðinni er að hluta brotin af. Vax er á báðum
hliðum og skrift, en textarnir eru mjög máðir og skertir.
Textinn á hlið 4A er í 8 heilum línum. Hann er á latínu, en ekki hefur
tekist að lesa nema lítið af honum og fátt með vissu. Skriftin er frá 15.
öld, og rithöndin er trúlega sú sama og á hollenska Maríukvæðinu á
spjöldunum 5 og 2. Að öllum líkindum er textinn kirkjulegur, því að
í 6. línu kann að vera talað um að lyfta pálma mót himni, „palmaw ad
celuw subl . . .“, og í 7. línu eru m.a. orðin „passionis illii/s“, þ.e. pín-
ingar hans.59
Á hlið 4B eru skriftarleifar í einum 9 línum, og þótti Stefáni stafagerð
lík því sem er á hinni hliðinni (og á spjöldunum 5 og 2), en ekki tókst
honum að lesa svo mikið að hann gæti sagt um á hvaða máli textinn
59. Stefán Karlsson: „Vaxtöflur frá Viðey“, bls. 102.