Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 111
RANNSÓKNIR í VIÐEY
115
Myud 16. Vaxspjald 2A. Það eru leifar jjögurra erinda Maríukvœðis sem upphaf er af á 5A. Á
þessari hlið er texti í níu línutn á hollensku, sem lesa iná að hluta. (Ljóstnynd: ímynd, Guðmundur
Irigólfsson, 1989).
hefði verið/'" Prófessor Gumbert komst að því að hér væru tveir textar
sem sneru hvor á móti öðrum. Hins vegar tókst honum ekki að lesa
nema fá orð og orðhluta en þó nóg til þess að sjá að þetta væri einhvers
konar reikningsskapur („administrative notes“) á hollensku. Meðal þess
sem hann gat lesið var „lx peni«c“ í 4. línu neðan frá (á hvolfi).61
Vaxspjald 3 er 8,5 cm langt, 5,6 cm breitt og um 2,0 mm þykkt.
Brúnin var brotin af annarri skammhliðinni. Vax var á báðum hliðum
spjaldsins, en fyrir forvörslu var það mjög sprungið og laust.
Á hlið 3A eru skriftarleifar í 6 línum, en mikill hluti 6. línu virðist
hafa verið óskrifaður. Textinn er á íslensku, en mjög lítið verður lesið
með vissu. Þó má sjá í 1. línu „ . . . d uere med þ . . sem gætu
verið upphafsorð sendibréfs, ’Guð veri með þér‘, en síðari hluti þessarar
línu er farinn forgörðum og þar með hugsanlega nafn viðtakandans, og
60. Stefán Karlsson: „Vaxtöflur frá Viðey“, bls. 102.
61. Bréf dr. Gumberts dags. 16.10. 1990.