Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 114
118
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Mynd 19. Vaxspjald 4B. Letur á þeirri hlið spjalds 4 er óskýrt, en textaleifarnar ern í einum níu
línum. Stafagerð virðist vera svipuð þeirri sem er á hinni hliðinni (og á töflu 2 og 5) og textinn
er á latínu eða hollensku. (Ljóstnynd: ímynd, Guðmundur Ingólfsson, 1989).
guðsþjónustuhalds, vefnaðarvöru og þess háttar. Vaxspjöldin gætu þá
hafa borist með Gozewijni til fslands, og á árunum 1438 og 1440 kemur
fram í skjalfræðilegum heimildum að þörf væri á slíkum sendingum frá
Englandi.64
Gryt Anne Piebenga segir í ritgerð sinni um ævi Gozewijns65 að hann
hafi verið fæddur í Hansaborginni Deventer í Hollandi, senr var versl-
unar- og menningarborg. Árið 1400 gekk Gozewijn í karþúsaklaustur í
Zelem við Diest (nú í Belgíu). Þar sat hann á bókasafni og skrifaði upp
handrit. Síðar varð hann príor í klaustrinu, en lét af því starfi og varð
munkur og síðar prókúrator eða yfirritari príors í móðurklaustri kar-
þúsareglunnar, La Grande Chartreuse í SA-Frakklandi.
Ekki eru heimildir um með hvaða hætti Gozewijn hlaut biskups-
embættið í Skálholti, en líklega hefur það verið að ráði Eiríks af
64. Piebenga, G.A.: „Gozewijn Comhaer Skálholtsbiskup 1435-1446“, bls. 201.
65. Piebenga, G.A.: „Gozewijn Comhaer Skálholtsbiskup 1435-1446“, bls. 195-204.