Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 115
RANNSÓKNIR f VIÐEY
119
Mynd 20. Vaxspjald 3A. Vax er á hádum hliðum spjaldsins, en fyrir foruörslu var það mjög
sprungið og laust. Á hlið A er texti í sex línum, en hann er mjög skertur. Hann er á íslensku,
en fá orð verða lesitt með vissu. Þó má lesa í fyrstu línu „. . . d uere med þ . . .“, sem gæti verið
upphafsorð uppkasts að sendibréft: „Guð veri með þér“. (Ljósmynd: ímynd, Guðmundur Ingólfsson,
1989).
Pommern, sem var velviljaður karþúsareglunni. Til íslands kom Goze-
wijn árið 1437, og hélt 1439 prestastefnu fyrir allt landið. Biskupslaust
var þá á Hólum, og þess vegna bar hann einnig ábyrgð á Hólabiskups-
dæmi. Kemur fram í heimildum að biskupinn hafi ferðast mikið um
biskupsdæmið. Þetta er vísbending þess að hann hafi vísiterað Viðeyjar-
klaustur, sem gæti skýrt hin hollensku spjöld þar. í lok árs 1444 yfirgaf
Gozewijn ísland og fór aftur til Englands. Hann andaðist árið 1447.66
Á tíma Gozewijns Skálholtsbiskups hófu Hollendingar kaupsiglingar
til íslands.67 Verslun við útlendinga hefur alltaf verið mikilvæg íslend-
ingum og gætu vaxspjöld hafa borist til landsins vegna verslunartengsla
íslendinga og Hollendinga. Samkvæmt fornbréfum og skjölum hefur
66. Björn Þorsteinsson, Guðrún Ása Grímsdóttir: „Enska öldin“, bls. 60-61.
67. Björn Þorstcinsson: Ettska öldin t sögu íslendinga, bls. 149.