Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Side 118
122
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
til þess að má út eldra letur á vaxspjöldunum. Algengasta gerð stíla á
miðöldum voru málmstílar með flötum enda öðrunt megin (steyptum
eða hömruðum), sem var í laginu eins og axar- eða skóflublað. Tékk-
neski guðfræðingurinn Amos Comenius skrifaði í latnesku kennslubók-
inni Janua linguarum, sem þýdd var árið 1639 í Uppsölum, á þessa leið:
„The gamble schrifve pá wáchserne Tafeln at thet kunde aff skrapas och
uthplánas“.74
í gólfskán skálans í Viðey fannst blýhlutur, sem var breiðari í annan
endann og mjórri í hinn (6 X 0,5 X 2,5).7r> Mjórri endinn var boginn
og hefur líklega verið lcngri upphaflega. Hér gæti verið um stíl að ræða,
sem notaður hefur verið til þess að rista letur á vaxspjöld. í kirkjugarð-
inum að Stóruborg fannst svipaður hlutur steyptur úr blýi, sem talinn
er vera stíll. Á þann blýspaða voru ristar rúnirnar þ.e. „blý“.
Hugsanlegt er að blýspaðarnir frá Viðey og Stóruborg hafi verið not-
aðir til smyrslgerðar, en blýsambönd í lyfjum voru þekkt. Áletrunin á
stílnum frá Stóruborg gæti bent til slíkra nota.
I3egar notaður var stíll með oddhvössum enda báðum megin eða með
skreyttum enda þurfti sérstakan sléttistein þegar átti að má út letur.
Hcimildir eru fyrir því að þegar búið var að nota það sem á vaxspjöld-
unum stóð var dreginn heitur, sléttur stcinn yfir vaxflötinn.76 í Viðey
hafa fundist fjórir slípaðir steinar úr erlendum steintegundum, sem gætu
hafa verið notaðir sem vaxflctjarar. Einn er úr grænni steintegund77 og
þrír úr rauðri. Annar möguleiki er að steinarnir hafi verið notaðir sem
verkfæri við fínt handverk, t.d. leðursaum eða gullsmíði eða sem
mortélstautar til lyfjagerðar.7K í sumum kirknamáldögum er minnst á
svokallaða „slikisteina", sem gætu verið slík verkfæri eða áhöld til að
slétta lín.79
Lögun steinanna frá Viðey minnir nokkuð á vaxfletjara frá Lundi80,
74. Mártcnsson, A.W.: „Styli och vaxtavlor", bls. 108.
75. Sjá Níels Óskarsson: „Efnasamsetning lausamuna", bls 98: Hluturinn var cfna-
greindur og kom í ljós að um blöndu kopars (2-3%) og blýs (97-98%) er að ræða.
Líklega er kopar (Cu) blandað í blýið (Pb) til þess að gefa spaðanum hörku. Ljósgul
húð var á hlutnum, sem greindist vera vegna veðrunar blýsins. Blýoxíð (PbO) hefur
tvær gular kristalgerðir, þ.e. litharge og massicot.
76. Guðbrandur Jónsson: „íslenzk bókasöfn fyrir siðabyltinguna", bls. 69.
77. Margrét Hallgrímsdóttir: Viðey. Fornleifarannsóknir 1988-1989, bls. 73. Steinarnir eru
þungir, líklega porfýr.
78. Munnlcgar heimildir frá Jóni Steffensen.
79. Guðbrandur Jónsson: „fslensk bókasöfn fyrir siðabyltinguna", bls. 69. Samkvæmt
flestum orðabókunr hefur „slikisteinn" reyndar mcrkt brýni.
80. Mártensson, A.W.: „Styli och vaxtavlor“, bls. 117-118.