Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 120
124
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Mytid 24. Vaxspjald og blýslíll frd Stóruborg. Á spjaldimt var ekki varðveitl vax, ett á tréspjaldið
höjðtt verið ristar rákir, Itklega til að vaxið festist betur á flötinti. Á stöku vaxspjaldi, sem fannst
í búrrústum í Viðey voru sams konar rákir á spjaldinu. A breiðari enda stílsins frá Stóruborg eru
rúnirnar fcfí, þ.e. blý. Atliyglisvert er að stíllinn frá Viðey skuli einitig vera úr blýblöndu.
(Ljósmynd: Byggðasafnið að Skógum, Pórður Tómasson).
Magnússonar er svokölluð Bcssastaðabók, AM 234 4to, sem talin er rituð
á 16. öld. Par er safn Viðeyjarbréfa m.a. bréf Magnúsar biskups um
stofnun klaustursins. í Garðabók, JS 143 4to, sem Markús Magnússon
prófastur í Görðum mun hafa átt og var rituð um 1600, eru einnig
varðveitt klausturbréf frá Viðey.82
Bókakosti Islendinga á síðmiðöldum má skipta í þrjá meginflokka
þ.e. kirkjulegar bækur, erlend fræðirit og innlend rit. Um bókaeign
einstakra kirkna eru allgóðar heimildir í máldögum.83 í kirknamál-
dögum eru þó nær eingöngu taldar bækur til afnota við messugjörð og
aðra kirkjulega þjónustu. Bókaeign kirkna hefur aðallega verið miðuð
við að helgihald mætti fara fram eftir réttri skipan. Bókasöfn klaustr-
anna sjálfra hafa verið stærri og íjölbreyttari. I Vilchinsmáldögum 1397
82. íslenskt fornbréfasafn I, bls. 490-491.
83. Björn Þorstcinsson, Guðrún Ása Grímsdóttir: „Enska öldin“, bls. 145.