Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Side 123
RANNSÓKNIR í VIÐEY
127
Á miðöldum var yfirleitt notaður fjöðurstafur við skriftir. Pennar
voru yfirleitt gerðir úr gæsa- eða álftafjöðrum, en töluvert hefur fundist
af fjöðrum í gólfskán rústanna í Viðey, sem gætu verið minjar ritstarfa
í klaustrinu.
Blek var snemnra á öldum gert úr leysanlegum járnsöltum og gallus-
sýru.x,) Svartur litur kom fram þegar járnið féll úr sýrunni. Gallussýra
fékkst með ýmsu móti úr jurtum, t.d. sortulyngi, og járnsambönd úr
steinefnum s.s. úr sortu í mýrum. Mikið hefur fundist af sortulyngs-
laufblöðum í gólfskán miðaldarústanna, sem gæti gefið til kynna blek-
gerð þar. Vel má vera að blek hafi í fyrstu verið flutt inn en líklega hafa
menn hér á landi fljótlega komist upp á lag með franrleiðslu þess úr
efnum sem voru notuð til að lita klæði svört. Athyglisvert er að blek
af þeirri gerð sem notað var við ritun íslensku miðaldahandritanna
þekkist hvergi í Evrópu.'111 Heimildir um íslenska blekgerð eru þó engar
til eldri en frá 17. öld. Elst er líklega kvæði sem séra Árni Þorvarðarson
prestur á Þingvöllum mun hafa ort (um 1650-1702):
Að gjöra blek
Kenni eg, þó tungan óð að yrkja ei sé hög,
að sjóða blek úr sortulög.
í efni hverju ei þó kúnsf sé æði há,
laglega fara lítið má.
Góðan sortulitunarlög þú lát til fyrst,
svo nógan að ei ábætist.
Sé honum viðbætt seinna þegar sýður í,
samvellast má hann síst með því.
Spannlanga tvenna leggi víðis lát til þrjá,
laufin ekki þeim loði á.
Láttu þá sjóða litla stund í luktum hver,
burtkasta svo þá þóknast þér.
Nær skrift úr heitu skýra og fagra skoða má,
leyf þú ei sjóðist lengur þá.
89. Sveinbjörn Rafnsson: Skrift, skjöl og skjalasöfn. Ágrip af skjalfræði, bls. 18.
90. Ólafur Halldórsson: „Bókagerð", bls. 78.