Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 132
136
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Leðurstykki í botni hylkisins
f botni leðurhylkisins var hluti af lausu þunnu leðurstykki, líklega
kýrhúð. Leðurstykkið er 7,3 cm langt, 6,2 cm breitt og um 2,0 mm
þykkt. Meðfram jaðri eru ílöng saumför. Nálægt öðrum enda leðursins
eru skorin göt.
Leðurlok
Lokið var gert úr þunnu leðri, líklega kýrhúð. Pað var 9,9 cm langt,
6,0 cm breitt og um 2,0 mm þykkt. Annar endi loksins var rifinn. Ofan
á því var þykkt lag jurtaleifa. Saumför voru meðframjaðri og eftir lok-
inu miðju að endilöngu. í annan enda þess voru skorin göt.
Vaxspjöldin
Spjöldin fimm eru öll úr viði, líklega birki, sem lagður var vaxi. Þau
voru skorin geislalægt úr trénu. Upphaflega hafa öll spjöldin verið
jafnstór, en brotnað hafði úr þeim öllum. Á spjaldi 1 er brotið úr kanti,
en á spjald 2 vantaði auk þess hluta af vaxfletinum. Hvert spjald er gert
úr einu stykki af tréþynnu. Ritflötur er þannig gerður að skorinn hefur
verið burt viður yfir allan flötinn nema á 0,5 cm breiðri rönd meðfram
jöðrum. Þannig myndast rammi umhverfis ritflötinn u.þ.b. 1,0 mm
hærri en hann.