Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 135
VIÐGERÐ A LEÐURHYLKI OG VAXSPJÖLDUM FRÁ VIÐEY
139
Spjald 4
Spjaldið er 8,5 cm langt, 5,5 cm breitt og um 2,0 mm þykkt. Brúnina
vantar á aðra skammhlið. Á báðum hliðum spjaldsins er vax. Á hlið a
var greinilegt letur, en ógreinilegt á hlið b. Vaxið var mjög laust. Það
var mjög illa sprungið á hlið a.
Spjald 5
Spjald 5 er 8,4 cm langt, 5,5 cm breitt og um 2,0 mm þykkt. Brún
var brotin af annarri skammhlið spjaldsins, og að hluta til af langhlið.
Báðar hliðar spjaldsins eru þaktar vaxi. Á báðum hliðum þess er letur.
Það var greinilegt á hlið a en mjög máð á hlið b.
Forvarsla
Mjög fá skrifspjöld með vaxi hafa fundist við fornleifarannsóknir,2 og
aðeins einu sinni áður hefur fundist skrifspjald hérlendis, að Stóruborg
undir Eyjafjöllum. Var það spjald án vax.3 Ég fann engar greinar um
forvörslu slíkra gripa, og leitaði því til Lars-Uno Johansson forvarðar
hjá Sænska þjóðminjavarðarembættinu um ráðgjöf.
Forvarsla munanna hófst í október 1987. Fram að þeim tíma voru
þeir geymdir í eimuðu vatni. Þeir voru geymdir í ísskáp til að koma í
veg fyrir að gerlagróður myndaðist á þeim.
2. Jakob Benediktsson, Magnús Már Lárusson, 1975, 590-591, planche 8.
3. Þórður Tómasson, 1983, 103-107.