Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Side 136
140
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Við upphaf forvörslu voru hulstrið og spjöldin skilin að með
skurðhníf. Pví næst voru allir munirnir mældir, teiknaðir og ljósmynd-
aðir. Gripirnir voru hreinsaðir í köldu vatni. Því næst voru þeir settir
í 9% oxalsýru4 í eimuðu vatni í um 60 mínútur, til að leysa upp
járnsölt. Þá voru þeir hreinsaðir aftur í eimuðu vatni. Munirnir voru
síðan geymdir í plastöskjum með eimuðu vatni í inni í ísskáp til hreins-
unar. Var skipt um vatn vikulega.
Vax sem losnaði af spjöldum 2, 3 og 4 var fest niður með japanpapp-
ír5 6 og 30% Paraloid B722 í xylene.7 í janúar 1988 hófst meðhöndlun
munanna í polyethyleneglycol (PEG) vaxi.8 Leðrið úr botni, lok og öll
vaxspjöldin voru sett í 10% PEG 400 í eimuðu vatni, 22. janúar 1988.
Skipt var um PEG aðra hverja viku. Leðurbotn var settur í 20% PEG
400 í eimuðu vatni. Spjald 1, hluti af spjaldi 2, leðurlok og leðurstykki
úr botni var pakkað inn í melinex-pappír9 og síðan sett á milli tveggja
plexiglerplatna sem að endingu voru límdar saman með límbandi. Var
það gert til að minni hætta væri á að munirnir aflöguðust við frysting-
una.
Munirnir voru síðan frystir við um -35° C í rúman sólarhring. Plexi-
glersamlokan var losuð í sundur og síðan voru munirnir þurrkaðir í
frostþurrkara í þrjá sólarhringa. Starfsmenn Rannsóknarstofnunar fisk-
iðnaðarins sáu um verkið.
Spjald 1 verptist við frostþurrkunina, þar sem það hafði ekki lengur
stuðning af plexiglerinu. Eftir meðhöndlun var vaxspjaldið sett aftur
inn í plexiglersamloku, og blýlóð þar ofan á. Við það lagaðist spjaldið.
Spjöld 2, 3, 4 og 5 voru sett milli tveggja plexiglerplatna, sem límdar
voru saman með límbandi. Ég hafði ekki melinex utan um þessar
töflur, þar sem ísinn hafði „soðið“, þ.e.a.s. það mynduðust loftbólur
undir melinexinu, þegar það var notað við fyrri frostþurrkunina,
þannig að hætta var á að uppgufunin væri ekki eins hröð og æskilegt er.
Því næst voru vaxspjöldin fryst í þrjá sólarhringa við -35° C. Að end-
4. Oxalsýra: (C00H)2H20 lífræn sýra oft notuð til leður- og málmhreinsunar. Leysir
m.a. upp ryð.
5. Handgerður, gleypinn og trefjalangur pappír. Hann er gerður af trefjum úr sáldviði
runna sem vaxa í Japan.
6. Paraloid B72 er akrýlresín, þ.e.a.s. plastefni sem er notað í vökvaformi við forvörslu.
7. Xylene: C6H4(CH3)2 er arómatískt kolvatnsefni, sem ýmis efni svo sem akrýlefni
leysast upp í.
8. Polyethyleneglycol vax: H(OCH2CH2)nOH. Vatnsuppleysanlegt vax sem er mikið
notað við forvörslu lífrænna fornleifa.
9. Melinex-pappír er glær varmaþolin pólýester-pappírsfilma.