Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 151
ÞÓRÐUR TÓMASSON
ALINMÁL FRÁ SKÁLHOLTI
Kvarðar eða alinmál voru á hverju íslensku heimili, hlutir sem oft
þurfti að grípa til við lengdarmælingar innanhúss. Sjaldan voru voðir
teknar svo af vefstað að þær væru ekki mældar í álnatali og gripið var
til kvarðans er mæla skyldi skóleður, hendur þó eins handhægar til þess
hjá mörgum. í kaupum, sölum og lánum var kvarða oft þörf. Flestir
kvarðar voru smíðaðir úr tré og einatt hagleiksverk. Minjasöfn landsins
búa vel að kvörðum og margir eru enn í eigu einstaklinga. Alkunna er
að mismunandi lcngdarálnir hafa verið í notkun á íslandi á liðnum
öldum. Elst er hin svonefnda íslenska alin og veit enginn með fullri
vissu um nákvæma lengd hennar þótt þar muni litlu. Fræðimenn hafa
út frá líkum talið hana ca 47-49 cm. Síðar koma til sögunnar Flamborg-
aralin og dönsk alin sem telja má að hér hafi orðið lögmæt alin undir
lok 17. aldar (62,75 cm)1 og vafalaust í notkun mun fyrr.
Snemma í íslenskri sögu hafa menn komist að raun um að ekki bar
saman lengd álna á kvörðum sem voru í notkun víðsvegar um landið.
Af því er komin sú ákvörðun að marka kvarðamál á kirkjuvegg á Þing-
völlum. Sú löggilding gerist um aldamótin 1200. Kvarðinn var 20 álnir
á lengd.2 Kirkjuveggurinn hefur vafalaust verið úr timbri og engum
sögum fer af endurnýjun kvarðamálsins við umbætur eða endurbygg-
ingu Þingvallakirkju, enda betri reglu á komið. Löggiltar mælieiningar
voru bundnar við Þingvelli samkvæmt Jónsbókarlögum en þar segir í
grein um vogir, stikur (2 álnir) og mæliker: „Skulu þessir pundarar,
stikur og mælikeröld liggja á Þingvelli undir lögmanns lási. “3 Var sýslu-
mönnum skylt að rétta eftir þeim pundara sína, stikur og mælikeröld.
Ekki fara sögur af mælistikum og alinmálum á biskupsstólum eða
höfuðkirkjum hér á landi en þó hljóta þessi áhöld að hafa verið þar til
1 Lögfest í Danmörku og Noregi 1683.
2 Crágás 1 b., Khöfn 1852, bls. 250.
3 Jónsbók, Ak. 1858, bls. 204.