Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 153
ALINMÁL FRÁ SKÁLHOLTI
157
Alinmál frá Skálholti, nú í byggðasafninu í Skógum. Ljósm. Hallgerður Gísladóttir.
biskupsstólnum í Skálholti en þaðan hafði hann borist að Meðalfelli í
Kjós með forföður hennar, Magnúsi Ólafssyni lögmanni, sem giftur
var Ragnheiði dóttur Finns Jónssonar biskups. Guðrún sagði að á
kvarðanum væru markaðar dönsk alin og íslensk alin.
Kvarðinn er smíðaður úr járni, 69,6 cm á lengd, með kringlóttu gati
1 cm neðan við efri enda. Hann er 1 X 1 cm í þvermál efst en þynnist
nokkuð og mjókkar niður, í 0,8 X 0,4 cm neðst. Járnhringur leikur í
gatinu, um 3,6 cm í þvermál. Hann er sleginn og soðinn saman með
grönnum eirvír og með vænum hnúð um samskeytin. Allur er kvarð-
inn nokkuð tærður af ryði. Á aðra hlið hans er mörkuð alin, 62,2 cm
á lengd, á hina alin 54,2 cm. Báðum er skipt í kvartel. Þrjú kvartel ofan
frá á lengra málinu eru hvert um sig 15,5 cm en það neðsta er 15,2 cm.
Par eru því eyddir neðan af kvarðanum 0,3 cm. Lengra lengdarmálið
ætti að hafa verið 62,5 cm, sem samsvarar nokkurn veginn danskri
alin, en það styttra 54,5 cm. Sú alin er því aðeins lengri en hin forna
íslenska alin að skoðun fræðimanna en verður þó að teljast íslensk alin,