Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Side 156
160
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Sýningar og aðsókn
Á árinu urðu safngestir alls 42.582, erlendir gestir 24.275 en innlendir
10.535. Að auki komu 7714 skólanemar í skipulögðum skólaheim-
sóknum.
Jólasýning safnsins 1989, sem getið var í fyrri skýrslu, stóð fram yfir
lok jóla, en sumarsýningin var í Bogasal og nefndist Frá Englum og
Keltum og stóð frá 26. maí til 30. september. Voru sýndir þar helztu
gripir safnsins, sem eiga uppruna sinn á Bretlandseyjum og voru mest
áberandi alabastursbríkur safnsins, textílar, silfur- og aðrir málmhlutir.
Margir starfsmenn safnsins unnu að uppsetningu sýningarinnar og gefin
var út sýningarskrá.
Sigríður Kjaran opnaði sýningu á 3. hæð safnsins 3. nóvember og bar
hún heitið íslenskar þjóðlífsmyndir. Voru það brúður klæddar viðeigandi
búningum, er sýndar voru við ýmis störf eins og þau tíðkuðust fyrr á
tímum.
Jólasýningu hafði safnið að venju og var hún opnuð 6. desember með
því, að Svavar Gestsson menntamálaráðherra tendraði ljós á jólatrénu
og ávarpaði gesti, en síðan komu Nikulás biskúp og jólasveinar og fleiri
af þeim heimi í heimsókn. Sjálf sýningin var í forsal á efri hæð, þar
búnir út jólasveinar í báti, líkan af baðstofu og ýmsir smáir jólahlutir.
Jólasveinar komu síðan alla daga frá 12.-24. des. og var þá fjölmennt í
safninu, einkum af yngri kynslóðinni. Jólasveinana léku leikarar frá
Þjóðleikhúsinu undir leikstjórn Brynju Benediktsdóttur, en hún og
Árni Björnsson deildarstjóri sömdu leikefnið. Jóladagskráin var sam-
vinna milli starfsfólks Þjóðleikhússins og Þjóðnrinjasafns og lögðu
margir starfsmcnn Þjóðleikhússins hönd að gervi leikaranna. Milli 5 og
6 þúsund gestir komu í safnið á jólaföstu og var húsfyllir á flestum sýn-
ingunr.
24. maí var opnuð norræn heimilisiðnaðarsýning, farandsýning, í
forsal á efri hæð safnsins, sem Heimilisiðnaðarfélag íslands stóð fyrir.
Var hún opin til júníloka.
3. nóvember var opnuð sýning Þjóðskjalasafns í Bogasal, Skjöl í 800
ár, og lauk henni 9. desember.
Þá leigði Listahátíð í Reykjavík 3. hæð safnsins undir sýninguna
Maður og haf, er opnuð var 9. júní og stóð til loka listahátíðar.
Fastasýningar safnsins eru að kalla óbreyttar frá fyrstu gerð hér í hús-
inu, en síðla á árinu voru tveir sýningarsalir nrálaðir, svokölluð Maríu-
kirkja og Ólafskirkja í kirkjudeild, og hafizt handa við hreinsun og við-
gerðir ýmissa safngripa þar.