Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 157
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ OG ÞJÓÐMINJAVÖRZLUNA 1990
161
Bryndís Sverrisdóttir og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir unnu áfram
að endurskipulagningu fastasýninga safnsins. Var einkum fengizt við
skipulagningu á 2. hæð, miðhæð safnhússins, en þar er gert ráð fyrir
sýningu um fyrri aldir fslandssögunnar, landnámsöld til siðaskipta.
Hefur sýningin í þessum sölum tekið á sig nokkuð ákveðna mynd.
Þetta verk var unnið með nokkrum hléum, þar sem Bryndís er nú
búsett erlendis. Voru ýmsir starfsmenn safnsins fengnir til ráðuneytis
um sýningu innan sérsviða sinna.
f sambandi við þetta verk könnuðu þær vandlega sýningar og sýn-
ingagerð á söfnum meðal annars með heimsóknum í söfn í ná-
grannalöndum í sambandi við ferðir til útlanda í öðru skyni og kynntu
sér helztu nýjungar í sýningargerð.
Safnið lánaði ýmsa jarðfundna forngripi úr Eyjafirði á sumarsýningu
Minjasafnsins á Akureyri sem og einnig forna húsaviði.
Þá lánaði safnið Þingvallakirkju um stundarsakir prédikunarstól,
Þjms. 6869, úr Hlíðarendakirkju, en hinn forni stóll kirkjunnar var
sendur til hreinsunar og viðgerðar. Nefna má, að safnið hafði meðal-
göngu um viðgerð gamla ljósahjálmsins úr Þingvallakirkju, er Björgvin
Svavarsson smiður annaðist, og var hann síðan settur upp í kirkjunni að
nÝJu-
Unnið var frekar að undirbúningi sýningar þeirrar, sem ráðherra-
nefnd Norðurlanda gengst fyrir að haldin verði í París, Berlín og Kaup-
mannahöfn á árinu 1992. Lilja Árnadóttir deildarstjóri hefur mest unnið
að henni og sótti hún undirbúningsfund í Kaupmannahöfn í júní og
október. Þjóðminjavörður sótti einnig fund í sama tilgangi í Berlín 20.
nóvember.
Ýmislegt um safnstörfin
Safnið þurfti að tæma geymslu þá, sem það hefur haft í gömlu útihúsi
á Bessastöðum í allmörg ár. Voru sumir safngripir fluttir til geymslu í
gömlu húsin frá Vopnafirði í Árbæjarsafni en annað í Dugguvog, og
eru þær geymslur nú yfirfullar.
Þá voru gamlir bílar safnsins fluttir frá Korpúlfsstöðum og í geymslu
í Vesturvör í Kópavogi, sem safnið hefur fengið.
í sambandi við safnkennslu voru gerð ný verkefni fyrir 6-8 ára
nemendur og unnu Bryndís Sverrisdóttir og Bryndís Gunnarsdóttir þau
upp úr leikbrúðusýningu, sem Bryndís Gunnarsdóttir hafði á safninu
vorið 1989. Var gert myndband af sýningunni. Einnig var tekinn í
notkun safnkassi um leikföng, sem lánaður er til skóla.