Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Síða 158
162
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Safnið gaf út húsakönnun um hús á Eyrarbakka í samvinnu við Eyrar-
bakkahrepp og skipulag ríkisins. Lilja Árnadóttir vann könnunina.
Safnauki
Á árinu var færð 151 færsla í aðfangabók, langflest gjafir eins og
venjulega, en helztu gripir sem bárust voru þessir: Innsigli (signet)
Bjarna Thorarensens amtmanns og skálds, gef. Ásta Thorarensen,
Reykjavík, langspil komið af Eyrarbakka, gef. Björg Eyjólfsdóttir,
Hafnarfirði, sex silfnrskeiðar smíðaðar af Jóni Jónssyni gullsmið í Kaup-
mannahöfn (keyptar), kembulár með loki, gef. Aðalheiður Eliníusardótt-
ir, Reykjavík, smámynd, smámálverk af sr. Stefáni Pálssyni að Hofi í
Vopnafirði, gef. Pctur Símonarson frá Vatnskoti, Willys jeppabifreið af
árgerð 1946, sem Kristján Eldjárn keypti nýja og notaði mikið til ferða
á vegum safnsins fram til 1952, gef. sonur hans, Ingólfur Eldjárn og
hefur hann gert bifreiðina sem nýja, báturinn Felix, sem smíðaður var í
Bjarnarhöfn 1840 en nú mjög breyttur frá upphaflegri gerð, gef. Guð-
mundur Aðalsteinsson, Patreksfirði, chiffoniére, upphaflega úr eigu
Sigurðar Sæmundssonar á Búðum, gef. dánarbú Vilhelmínu og Einars
Markans, stokkur útskorinn frá árinu 1874 eftir Filippus Bjarnason á
Sandhólaferju eða Gunnar bróður hans, gef. Aldís Jóna Ásmundsdóttir,
Reykjavík, báturinn Þristur, smíðaður í Vestmannaeyjum 1909, gef.
Guðmundur Jónsson, Munaðarnesi, dragkista, talin úr búi Stefáns
Þórarinssonar amtmanns, gef. Hinrik Thorarensen, Reykjavík, sykur-
töng og kleinujárn, smíðuð af Helga Magnússyni járnsmíðameistara, gef.
Þórður Guðbrandsson, Reykjavík, altarisklœði frá Staðarkirkju í Stein-
grímsfirði, frá 1722 með upphafsstöfum Jóns biskups Árnasonar og
Guðrúnar Einarsdóttur konu hans, málverk af Gunnlaugi Briem sýslu-
manni á Grund, gef. Martin og Susanne Bitz, Kaupmannahöfn, silfur-
belti og tvö höfuðbönd frá skautbúningi, sagt úr eigu Kristínar Þorsteins-
dóttur, fyrri konu sr. Páls Jónssonar í Viðvík, gef. Sigríður Þorláks-
dóttir, Reykjavík.
Aðrir gefendur eru þessir: Bjarni Einarsson frá Túni, R., Símonía
Ásgeirsdóttir, Neðri-Tungu, ísaf., Eyvindur Sigurðsson, Hverag.,
Guðmundur Erlendsson, R., Kristín Sigurðardóttir, R., Björg Eyjólfs-
dóttir, Hafnarfi, Guðmundur Einarsson, R., Þór Magnússon, R., Þór
Guðjónsson, R., Skjalavörður Háskóla íslands, R., Haldor G. Haldor-
sen, Varmalandi, Mýr., Anton Holt, R., Svanhildur Eggertsdóttir,
Holtsseli, Eyjafi, Sveinbjörn Jónsson, Seltjn., Inga Lára Baldvinsdóttir,
Eyrarb., Búnaðarfélag íslands, R., Hrafn Pálsson, R., Marta Jónasdótt-