Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 160
164
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
manna, er kom saman á Húnavöllum 29. og 30. september. Komu þar
margir safnmenn frá ýmsum söfnum, ekki sízt byggðasöfnum, og var
aðalefni fundarins safnkennsla, en einnig skoðuð söfn og merkir staðir.
Starfsemi einstakra deilda safnsins
Bókasafn. Lokið var við að flokka smáprent, endurskipuleggja tímarit
og endurgera spjaldskrá yfir íslenzkar bækur.
Notkun bókasafnsins jókst mjög og munu um 500 gestir hafa notað
það á árinu, auk starfsfólks þjóðminjasafnsins, einkum nemar úr æðri
skólum, sem vinna að fræðiritgerðum.
Skammtímanotkun bóka á vinnustað er ekki skráð, en skráð útlán
voru 484, þar af 65 millisafnalán.
Ritauki safnsins var 298 bindi, mest skiptarit, og tímaritakostur jókst
að venju.
Bókavörður sótti alþjóðlega ráðstefnu, „Knowledge as a Cultural
Dimension in Society", sem haldin var í Stokkhólmi á vegum Art
Libraries Society. Fékk hann ferðastyrk frá Endurmenntunarsjóði bóka-
safnsfræðinga.
Fornleifadeild. Rannsóknunum lauk á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum
um haustið, en þær hafa staðið yfir allt frá árinu 1978. Er þetta ein yfir-
gripsmesta fornleifarannsókn Þjóðminjasafnsins og hefur Mjöll Snæs-
dóttir fornleifafræðingur staðið fyrir henni öll árin. Var rannsakað
svæðið norðaustan í bæjarhólnum, en eyðingarhætta af sjó og ám varð
að ráða því, hvaða svæði hólsins voru rannsökuð hverju sinni. Á þessu
síðasta svæði höfðu þó ekki staðið mjög margar byggingar, en þarna
voru leifar af húsi með steinlögn, líkri löngu eldstæði eða flór í Qósi.
Önnur steinlögn fannst einnig, en talsvert af tímanum fór í að grafa
könnunarskurði á svæðum, sem búið var að grafa áður til að ganga úr
skugga um, að þar væri þrautgrafið. Eitthvað kann að vera enn af
mannvistarleifum í bæjarhólnum, en ekki er talið svara kostnaði að elta
þær allar uppi. - Fundir voru fáir, merkast beinkambur, sem gæti verið
frá 13. öld.
Mikil úrvinnsla er eftir áður en hægt er að birta niðurstöður rann-
sóknarinnar.
Unnið var við fornleifarannsóknir að Bessastöðum allt árið að kalla
og var einkum rannsakað undir Bessastaðastofu og að baki hennar. Var
rannsóknin undir daglegri verkstjórn Sigurðar Bergsteinssonar forn-
leifafræðings.
Bjarni Einarsson fornleifafræðingur hélt áfram rannsókn sinni að