Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Síða 161
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ OG PJÓÐMINJAVÖRZLUNA 1990
165
Granastöðum í Eyjafirði, en þar er búið að rannsaka skálarúst og
jarðhús, sem örugglega virðast vera frá fyrstu tímum íslandsbyggðar.
Bandaríski fornleifafræðingurinn Thomas McGovern stóð fyrir rann-
sókn í Akurvík í Árneshreppi á Ströndum, en hún var undir íslenzkri
umsjá Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar fornleifafræðings.
Þá rannsökuðu Adolf Friðriksson og Orri Vésteinsson fornleifa-
fræðingar nokkra svonefnda dómhringa á Vesturlandi, og voru rann-
sóknir þessar allar kostaðar af sérsjóðum, innlendum eða erlendum.
Guðmundur Ólafsson deildarstjóri fornleifadeildar kannaði ásamt
jarðfræðingum fornleifar í Flatey á Skjálfanda, sem voru taldar geta
verið tengdar Stjörnu-Odda, en ekki virtist svo í reynd. Þá rannsakaði
Guðmundur Ólafsson fyrir styrk úr Vísindasjóði friðlýstar fornleifar í
Borgarfjarðarsýslu og Mýrasýslu og notaði nýjan tölvubúnað til
mælinga og teikninga.
Guðmundur Ólafsson sótti ráðstefnu í Conimbriga í Portúgal 18.-20.
október, Archaeological Sites in Eiirope: Conservation, Maintenance and
Enhancement, í boði Evrópuráðsins og hélt þar erindi um ástand
íslenzkra fornlcifa og aðgerðir vegna umferðar ferðamanna. - Þá sótti
hann ásamt þjóðminjaverði ráðstefnu í Færeyjum um menningarsögu-
legar rannsóknir við Norður-Atlantshaf.
Þess skal getið til viðbótar, að á árinu 1989 gerði Vilhjálmur Örn Vil-
hjálmsson fornleifafræðingur frumrannsókn við Nesstofu. Voru grafnar
könnunargryfjur vegna mannvistarlaga þar á bæjarstæðinu. Rannsókn
þessi var kostuð af bæjarsjóði Seltjarnarneskaupstaðar.
í síðustu ársskýrslu láðist að geta fornleifaskráningar Ágústs Georgs-
sonar í Flatey á Breiðafirði í nóvember það ár.
Forvörzludeild. Forvörzludeild, sem verið hafði að hluta á 3. hæð til
bráðabirgða, var flutt niður á fyrstu hæð og þar komið fyrir margvís-
legum búnaði til forvörzlu. Textílforvörzlu hafði áður verið komið
fyrir þar niðri.
Deildin eignaðist á árinu lofttæmiofn og einnig frostþurrkunartæki,
sem Riksantikvarie-ámbetet í Svíþjóð léði til langs tíma.
Kristín Huld Sigurðardóttir forvörður forvarði gripi úr kumli frá
Daðastöðum, sem rannsakað var 1956, auk muna frá fornleifarann-
sóknum á Bessastöðum og Reykholti í Borgarfirði. Að auki gerði hún
við altarisbrík frá Reykholti (Þjms. 4333), og einnig hreinsaði hún og
yfirfór gripi úr svonefndum Maríu- og Ólafskirkjum, er þeir sýningar-
salir voru málaðir.
Þá aðstoðaði hún starfsmenn Árbæjarsafns við flutning muna úr
geymslum á Korpúlfsstöðum.