Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Side 162
166
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Halldóra Ásgeirsdóttir forvarði tré- og leðurhluti frá Stóru-Borg svo
og hluti frá Bessastöðum og Reykholti. Þá hreinsaði hún hluti, sem
voru á sumarsýningu safnsins, einkum alabastursbríkur.
Halldóra sótti fund norræna forvarðafélagsins í Helsinki 8.-11. maí
og fékk til þess styrk frá Norræna menningarmálasjóðnum. Einnig sótti
hún fund ICOM-NORD í Örebro 30.-31. marz.
Þær Halldóra og Kristín unnu að gerð ýtarlegrar skýrslu um viðgerð
Hólabríkurinnar og könnuðu ástand hennar á Hólum eftir hálfs árs veru
nyrðra.
Þá veittu þær ráðgjöf við nýtt geymsluhúsnæði Minjasafnsins á
Akureyri og aðstoðuðu við að taka niður sumarsýningu safnsins og
pökkuðu niður þeim gripum, sem Þjóðminjasafnið lánaði þangað.
Þær sóttu og námskeið á vegum Iðntæknistofnunar um notkun
rafeindasmásjár.
Margrét Gísladóttir forvarði tvo rekkjurefla, Þjms. 1808 og 10932,
dúk, Þjms. 5028, þrjá stafaklúta er komu til safnsins 1989 og altarisdúk,
Þjms. 405. Þá lagfærði hún hökla og umbúnað þeirra í Maríukirkju í
sambandi við rnálun sýningarsalanna. Að auki vann hún að uppsetningu
sýninga safnsins.
Margrét dvaldist í 7 vikur síðla ársins við Abbegg-Stiftung í Sviss og
vann þar meðal annars að viðgerð altarisvængs úr Hólakirkju, Þjms.
10951.
Húsverndardeild. Eftirtaldar framkvæmdir voru á vegum deildarinnar
á byggingum safnsins úti um land. Fjárveiting var 8,1 milljón en
samanlagður kostnaður við framkvæmdir varð 10 milljónir. Verður
fyrst gerð grein fyrir viðgerðum í Skagafirði en þær voru allar undir
umsjón Sigríðar Sigurðardóttur ntinjavarðar, sem gerði skýrslu um þær
til þjóðminjavarðar.
Glaumbœr. Svo nefnt Norðurbúr var tekið niður og gert við það frá
grunni. Timbur var fengið frá Hrauni á Skaga og allt torf af Glaum-
bæjarengjum. Jóhannes Arason, Sveinn Einarsson, Helgi Sigurðsson,
Friðrik Steinsson og Ari Jóhannesson sáu um viðgerðir.
Víðimýrarkirkja. Þar er staðarhaldari Anna Kristinsdóttir og sá hún
um nauðsynlegt viðhald kirkjunnar. Gefinn var út bæklingur á fimm
tungumálum um kirkjuna og urðu gestir sumarsins um 7000 talsins.
Stóru-Akrar. Unnið var að þurrklögn í kringum bæinn og sett girðing
kringum hann.
Gröf. Þar sá minjavörður um bráðnauðsynlegar úrbætur, m.a. var
sett girðing kringum kirkjugarðinn til að verja hann skepnum.
Hólar í Hjaltadal. Allur frambærinn var tekinn niður og reistur að