Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 165
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNID OG ÞJÓÐMINJAVÖRZLUNA 1990
169
Elsa sótti einnig tvo stjórnarfundi í Norræna búsýsluháskólanum í
Gautaborg í marz og Kaupmannahöfn í septenrber. Einnig 4. málþing
um jarðfundnar textílleifar í Norður-Evrópu, 1.-6. maí í Kaupmanna-
höfn, þar sem hún flutti erindi um vefstaðinn í Darraðarljóðum.
Þá sat hún stjórnarfund í CIETA í Riggisberg í Sviss 2.-3. október og
flutti þar erindi um tvíhliða krosssaum á handlínu frá 18. öld.
Elsa vann einnig að undirbúningi 12. norræna myndfræðilega mál-
þingsins, sem fyrr er getið.
Þjóðháttadeild. Á árinu voru sendar út tvær spurningaskrár, nr. 73 um
hernámsárin 1940-45 og nr. 74 um fatnað og sauma.
Við heimildasafn deildarinnar bættust 505 númer og var fjöldi þeirra
í árslok 9819. Auk þess barst safninu talsvert af fatnaði í tengslum við
spurningaskrána, og á undanförnum árum hefur borizt talsvert af
munum til safnsins í sambandi við spurningaskrárnar, svo og ljósmyndir.
Haldið var áfram að tölvuskrá heimildasafnið eins og undanfarin ár
og mun láta nærri, að búið sé þannig að skrá 3/4 hluta svara við sjálfum
spurningaskránum auk annars efnis.
Stöðug notkun er á efniviði þjóðháttadeildar, einkum eru það stú-
dentar og aðrir fræðimenn, sem nota hann.
Hallgerður Gísladóttir annaðist ásamt öðrum fjóra þætti í útvarpi um
gamla matargerð og einnig efni um íslenzka matargerð fyrir sænskt jóla-
blað. Þá fór hún söfnunarferð um Suðurland til að safna heimildum unr
gamla matargerð svo og til að afla nýrra heimildarmanna.
Árni Björnsson annaðist þáttinn „íslenskar uppfmningar" í sjónvarps-
þáttaröðinni „Úr fylgsnum fortíðar“.
Nesstofa
Á árinu voru gripir lækningasögusafnsins, sem geymdir hafa verið í
Heilsugæslustöð Seltjarnarness, fluttir í bráðabirgðageymslu í útihús í
Nesi, sem lagfærð voru í því skyni. Próf. Jón Steffensen hefur unnið
stöðugt að söfnun og skráningu gripa og eykst safnið ört. Meðal annars
eignaðist það fjölmarga muni úr eigu Högna Björnssonar læknis í Hvera-
gerði.
Þakið á Nesstofu var tjargað á árinu, en frekari viðgerðir er ekki hægt
að gera á húsinu að sinni. Þá var hafinn undirbúningur að skipulagi
landsvæðis safnsins þar.
Lyfjafræðingafélag íslands hefur haldið fast áfram endurbyggingu og
viðgerð þeirra húsa, sem félagið keypti á Neslóðinni fyrir fáeinum árum
og eru þau nú meira en fokheld.