Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Side 166
170
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Sjóminjasafn
Gyða Gunnarsdóttir, sem lausráðin hefur verið sem forstöðumaður
frá 1986, lét af störfum 30. september og var Ágúst Georgsson fil.
kand. ráðinn frá 1. októbcr til áramóta. Að auki eru tveir gæzlumenn
í hlutastarfi.
Fjöldi safngesta varð tæplega 3400, langflestir innlendir.
223 nýir safngripir voru skráðir á árinu og var heildarfjöldi skráðra
gripa safnsins í árslok 862, en hér ber að geta, að mikill fjöldi sjóminja
er skráður meðal gripa Þjóðminjasafnsins.
Gamlir bátar Þjóðminjasafnsins voru fluttir á árinu úr hlöðunni í
Viðey sem átti að rífa og á geymslusvæðið í Vesturvör í Kópavogi og
voru síðan margir þeirra settir inn í geymsluna þar. En ckki er enn
fullljóst, hvar þeir verða geymdir í framtíðinni, þar til varanlegt sýn-
ingar- og geymsluhúsnæði er fengið fyrir þá.
Ákveðið var, að viðgerð loftskeytaklefans úr togaranum Geir, frá
1926, yrði kostuð af fé sjóminjatæknisafns.
Samhliða söfnun voru gerðar upp gömul Atlas-frystivél og Tuxham-
aflvél við hana úr íshúsi Hafnarfjarðar, frá um 1930, einnig Wilson-afl-
vél frá rafsuðu, ein fyrsta sinnar tegundar hérlendis er kom á árunum
rétt eftir stríð. Mikill tími og vinna fór í flutninga safngripa, gamalla
bíla og véltækja frá Korpúlfsstöðum og Bessastöðum svo og báta utan
úr Viðey, sem fyrr er getið.
Prentuð frœðirit starfsmanna safnsins
Árni Björnsson: íslenskt vœttatal. Reykjavík 1990.
Sami: Tímatal. íslensk þjóðmenning VII, Reykjavík 1990.
Sami: Den islandske selvrádighed, Folklore och folkkultur, Reykjavík
1990.
Sami: Eyjar í Snæfellsness- og Dalasýslu, Árbók Ferðafélags íslands
1990.
Elsa E. Guðjónsson: Texti að hluta í sýningarskrá Frá Englum og
Keltum, Reykjavík 1990, bls. 11-17, 21-23, 30-32 og 34.
Sama: Gamalt útsaumsmunstur af enskum uppruna. Hugur og hönd,
Reykjavík 1990, bls. 45.
Sama: fslensk hannyrðakona á 17. öld. Hugur og hónd, Reykjavík
1990, bls. 29-34.
Sama: íslenskur brúðarbúningur frá um 1800. í sýningarskrá,
íslenskar þjóðlífsmyndir Sigríðar Kjaran í Pjóðminjasafni íslands 1990-1991,
fjölrit.