Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 170
174
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Ný verkefni:
Apótekið í Stykkishólmi, kr. 150 þús.
Læknishús á Fáskrúðsfirði, kr. 150 þús.
Þá var úthlutað 150 þús. kr. til útgáfu á Skálholtsrannsóknum og 70
þús. kr. til húsakönnunar á Oddeyri.
Sérstök viðurkenning var veitt vegna viðgerðar hússins Þrúðvangs
við Laufásveg í Reykjavík, 90 þús. kr.
. Þjóðhátíðarsjóður
Á árinu komu 2 millj. króna af úthlutunarfé sjóðsins í hlut Þjóð-
minjasafnsins. Mestur hlutinn rann til fornleifarannsókna á Stóru-
Borg, kr. 1.500 þús. Að auki var 260 þús. varið til kaupa á gamalli
mynd frá Vopnafirði, en afgangurinn, kr. 240 þús., rann til könnunar
á byggðasöfnum.
Ásu Wright fyrirlestrar
Tveir fyrirlestrar voru haldnir á vegum Minningarsjóðs Ásu Guð-
mundsdóttur Wright. Hinn fyrri hélt dr. Ingrid Olsson prófessor frá
Uppsölum 18. apríl í Lögbergi og fjallaði hann um aldursgreiningar
fornleifa með geislakolsaðferð, en hún hefur gert margar slíkar grein-
ingar bæði á aldri jarðlaga og fornminja hérlendis. Hinn síðari flutti Ása
Nyman fv. safnvörður frá Uppsölum og var heimsókn hennar í sam-
vinnu við Stofnun Árna Magnússonar. Fjallaði fyrirlestur hennar um
evrópskan þjóðháttaatlas.
Byggðasöfn
Ekki hafa borizt skýrslur frá öllum byggðasöfnunum til Þjóðminja-
safnsins, en eftirfarandi er helzt að segja um söfnin og nýja þætti í starf-
semi þeirra:
Við Árbæjarsafn í Reykjavík starfa nú 10 fastráðnir starfsmenn auk
borgarminjavarðar. Aðsókn að safninu jókst um 50% frá árinu áður og
komu í safnið um 36.200 manns á árinu.
Safnið hafði þrjár nýjar sumarsýningar og var hin stærsta um her-
námsárin og að auki hafði safnið sýningu á munum frá uppgreftrinum
í Viðey í Viðeyjarstofu. Þá voru og smærri sýningar um einstök atriði,
einkum gamlar iðngreinar. Einnig voru sérstakar dagskrár um helgar,
margar tengdar sýningunum uin handverk fyrri tíðar, og einnig var
messað alla sunnudaga í kirkjunni, Silfrastaðakirkju gömlu.
Mikið var endurskipulagt í geymslum safnsins í sambandi við að flutt