Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 172
176
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Haldið var áfram viðgerð Tjöruhússins svonefnda á ísafirði fyrir
Byggðasafn Vestfjarða, senr verður eitt af sýningarhúsum safnsins.
Fengnir voru vandaðir sýningarskápar í Byggðasafn Húnvetninga og
Strandamanna á Reykjum, sem urðu þó ekki settir upp á árinu.
í Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi konru 578 gestir á árinu. Safnið var
opið 3 daga í viku, þrjá tíma í einu, og eftir beiðni. Allir skólar í hérað-
inu sendu tíu ára börn í safnið sem fengu þar verkefni.
Við Byggðasafn Skagfirðinga í Glaunrbæ var gerður grunnur að stóra
íbúðarhúsinu í Ási í Hegranesi, sem náðist þó ekki að flytja á árinu, en
það mun standa þar sem fjósið stóð fyrrum og nú síðast ijárhús sem
rifin voru á árinu. Verður það þá svipað í landslagi og fyrr þar í Ási.
Haldið var áfram viðgerð á viðum úr Gilsstofunni svonefndu, en húsið
frá Ási mun hafa forgang unr viðgerð.
Á Siglufirði var á haustdögum 1989 stofnað félag áhugamanna sem
hefur það markmið að stofnsetja sjóminjasafn með síldveiðiminjar og
minjar um hákarlaveiðar í öndvegi, en Frosti Jóhannsson þjóðhátta-
fræðingur starfaði þar að söfnun slíkra muna árin 1976-1979. Var nú
hafizt handa um að flytja hlutina í örugga geymslu en að því loknu var
svonefndur Róaldsbrakki fluttur á nýjan grunn, en þar er fyrirhugað að
safnið verði í framtíðinni. Unnu félagsmenn þessi verk að miklu leyti
í sjálfboðavinnu.
Talsvert var unnið að viðgerðum safnhúss Minjasafnsins á Akureyri og
unnið var að undirbúningi endurbóta á sýningarsölum. Verið er að
standsetja geymsluhúsnæði, sem safnið hefur fengið í gömlum úti-
húsum að Naustum.
Safngestir urðu 5740, rúmlega helmingur útlendingar. Safnið hafði
sumarsýningu um landnám í Eyjafirði í tilefni 1100 ára afmælis byggðar
í Eyjafirði og var gefin út sýningarskrá, þar sem meðal annars er skrá
yfir friðlýstar fornleifar í Eyjafirði.
Þá útbjó safnið litla sýningu um ull og tóvinnu, sem send var til
Moskvu í tengslum við heimsókn forseta íslands til Sovétríkjanna. - Að
auki var gerð skólasýning um sama efni og einnig er sendur safnkassi
til skýringar ullarvinnu til skóla.
Haldið var áfram kopíeringu glerplötusafns Hallgríms Einarssonar og
sona hans, mannamyndir kopíeraðar og glerplötum komið fyrir í
geymslu.
Pá var lokið húsakönnun á Oddeyri, sem Minjasafnið hefur unnið að
fyrir Skipulagsnefnd Akureyrar í samvinnu við Hjörleif Stefánsson
húsameistara.
í Byggðasafn Pingeyinga á Húsavík, sem er til húsa í Safnahúsinu ásamt