Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Page 175
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ OG ÞJÓÐMINJAVÖRZLUNA 1990
179
og gaf nefndin hana út í skýrslu. Skýrslan var kynnt í september og
fengu þá allir ráðherrar og alþingismcnn eintak af henni. Frumáætlunin
fékk afgreiðslu í Þjóðminjaráði undir árslok. Engin ákvörðun var tekin
um franrkvæmdir fyrir áramót en skýrslan var send til umfjöllunar í
menntamálaráðuneyti.
Maríanna Jónasdóttir fulltrúi fjármálaráðuneytis í nefndinni lét af
störfum í haustbyrjun en eftir voru þau Leifur Benediktsson formaður
og Lilja Árnadóttir auk þess sem þjóðminjavörður og Hjörleifur Stefáns-
son arkitekt hafa unnið með nefndinni frá byrjun.
Þjóðminjaráð
Skipað var í Þjóðminjaráð til 5 ára hinn 5. mars 1990 skv. ákvæðum
nýrra þjóðminjalaga og voru eftirtaldir skipaðir: Gunnlaugur Haralds-
son fil. kand. Akranesi, formaður, en hann var tilefndur af Háskóla
íslands, Inga Lára Baldvinsdóttir cand. mag. tilnefnd af Félagi ísl.
safnmanna, Kristinn Magnússon fil. kand. deildarstjóri, tilnefndur af
deildarstjórum Þjóðminjasafns, Margrét Hvannberg kennari, tilnefnd af
Bandalagi kennarafélaga og Sveinbjörn Rafnsson fil. dr., skipaður af
ráðherra án tilnefningar. Gunnlaugur sagði af sér í nóvember og Kristinn
í júlí. Árni Björnsson cand. mag. var tilnefndur í stað Kristins. Magnús
Þorkelsson BA sat um tíma í ráðinu sem varamaður Margrétar
Hvannberg.
Fundir ráðsins voru fjórtán á árinu frá 5. nrars til 13. nóvember.
Helstu viðfangsefni fundanna voru fjármál þjóðminjavörslu (9 fundir),
reglugerð um þjóðminjavörslu (8 fundir), málefni byggða- og minja-
safna (8 fundir), húsnæðismál þjóðminjavörslu (7 fundir) og útflutn-
ingur og útlán safn- og forngripa til útlanda (7 fundir). Reglugerð um
þjóðminjavörslu var sett 19. júlí 1990, sbr. Stj.tíð.B, nr. 323/1990.
Hafði ráðið fjallað um drög að henni áður og starfsfólk Þjóðminjasafns
gert athugasemdir við þau.
Ragnhildur Vigfúsdóttir, sem gert hafði könnun á stöðu byggða-
safna, var ráðin til að ganga frá skýrslu um byggða- og minjasöfn
landsins. Frosti F. Jóhannsson starfaði um hríð á vegum ráðsins að gerð
reglna urn viðurkenningu byggðasafna og styrki til þeirra.
Fornleifanefnd
Einnig var skipað í fornleifanefnd 5. mars 1990 og var formaður
hennar Sveinbjörn Rafnsson fil. dr., skipaður án tilnefningar, en að auki
Guðmundur Ólafsson fil. kand. deildarstjóri, Inga Lára Baldvinsdóttir