Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1990, Síða 177
FRÁ FORNLEIFAFÉLAGINU
AÐALFUNDUR 1990
Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags var haldinn miðvikudaginn 5. desember 1990
í fornaldarsal Þjóðminjasafnsins og hófst kl. 20.40. Fundinn sátu um 30 manns.
Formaður félagsins, Hörður Ágústsson listmálari, setti fundinn og minntist þeirra
félaga, sem látizt hafa, síðan aðalfundur var síðast haldinn. Þeir eru:
Grímur Helgason, Reykjavík.
Jón Björnsson, Skeggjastöðunr.
Kolbeinn Jóhannsson, Hamarsholti, Gnúpverjahreppi.
Kristján Elíasson, Reykjavík.
Óskar Ólafsson, Álftarhóli.
Sveinbjörn Sigurjónsson, Reykjavík.
Fundarmenn risu úr sætum í virðingarskyni við hina látnu félagsmenn.
Formaður greindi frá því, að nefnd, sem kosin var á síðasta aðalfundi til að gera tillögur
urn breytingar á lögum félagsins, myndi senda tillögur fyrir næsta aðalfund.
Þá skýrði formaður frá því, að fyrirhuguðum uppgreftri í Skálholti yrði frestað urn
sinn.
Formaður gerði grein fyrir nýrri ritröð um íslenzkar fornminjar. Fyrsta bindið,
Byggðalcifar á Hrafnkelsdal, eftir Sveinbjörn Rafnsson, væri fullprentuð. í sömu ritröð
hefði verið rætt um að birta rit Guðmundar Ólafssonar um friðlýstar fornleifar í Borg-
arfjarðarsýslu.
í ritröðinni Staðir og kirkjur sagði formaður væntanlegt rit sitt um Skálholtskirkjur nú
fyrir jól.
Þá las gjaldkeri félagsins, Mjöll Snæsdóttir, reikninga félagsins 1989.
Formaður varpaði því fram hvort rétt væri að stofna félag íslenzkra fornleifafræðinga.
Þá flutti Sveinbjörn Rafnsson prófessor erindi um ljósmyndun fornleifa úr lofti og
sýndi og skýrði loftljósmyndir af fornleifum á Austurlandi. Fundarmenn þökkuðu erindið
með lófataki.
Að því loknu báru fundarmenn fram fyrirspurnir og gerðu athugasemdir. Til máls tóku
Hörður Ágústsson, Þórhallur Vilmundarson, Guðmundur Ólafsson og Þórir Stephensen.
Fleira gerðist ekki. Fundið slitið kl. 22.20.