Alþýðublaðið - 26.02.1960, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.02.1960, Blaðsíða 1
Erfitt að halda 41. árg. — Föstudagur 26. febrúar 1960 — 46. tbl. toqurunum úti UNDANFARIÐ hefur verið mjög erfitt að halda togurunum úti vegna manneklu. Verða togararn ir hvað eftir annað fyrir verulegum töfum af þess- um sökum og nokkrir tog arar liggja stöðvaðir. Hér í Reykjavík liggja nú Guðmundur Júní, Gyllir, Vött- ur, Austfirðingur og Gerpir. ísborgin er nú loks komin út eftir að hafa legið lengi vegna mannaleysis. Var Sólborgin tekin í slipp og munu menn- irnir hafa verið færðir á milli. MENN VANTAR Á MÖRG SKIP, “ Stöðugt er verið að auglýsa eítir togarasjómönnum. Verða margir togarar að fara út þó að nokkra menn vanti og aðrir Ýerða að fara með óvana menn og misgóða. Sú staðreynd, að færeyskir sjómenn fást nú ekki til landsins kemur harðast nið- ur á togurunum, þar eð margir togarasjómenn hafa farið yfir á bátana. Er nú ekkert sem getur leyst þetta vandamál ann að en bætt kjör togarasjó- manna. Hátt uppi EF hann er kaldur niðri í jörðinni, þá er hann ef- laust kaldari þarna uppi, þó að ekki sjáist það á tví- menningunum, sem tróna í „stúku“ sinni og horfa niður á nepjulegan al- menning. Þetta er Alþýðu blaðsmynd úr Austur- stræti. Vinnupallarnir hafa risið þarna vegna hússins, sem Almenna bókafélagið er að reisa. í Hannibal, Emil og Ólafur deila um . . HANNIBAL Valdimarsson er á móti unga fólkinu, sem er að stofna heimili og eignast fyrstu börnin, og telur þarflaust að greiða f jölskyldubætur með fyrsta og öðru barni. Rík- isstjórnin stendur hins veg ar með unga fólkinu og segir: Stofnun heimilis og fyrsta barn er að mörgu leyti mestu tímamótin í lífi unga fólksins, konan hættir að vinna úti og al- gerlega ný útgjöld koma til sögunnar. Þess vegna er full ástæða til að greiða einmitt fjölskyldubætur með fyrstu börnunum. Kom þetta fram í umræð- um um tryggingamál í neðri deild alþingis í gær. Hannibal taldi það fé- lagslega vafasamar fram- farir að greiða fjölskyldu- bætur með fyrstu tveim börnum, en vildi þó gjarn- an, að ísland kæmist eins langt og þau ríki, sem fremst standa í trygginga^ málum. Emil Jónsson benti honum á, að einmitt þau ríki, sem lengst væru komin, eins og Svíþjóð og Finnland, greiddu slíkar bætur með fyrsta barni. Olafur Thors kvaðst vera þeirrar skoðunar, að það ætti einmitt að hjálpa ungu fjölskyldunum, þeg- ar fyrsta barnið: kemur, þó segja megi, að menn eigi að geta séð fyrir einum króa, úr því að þeir eru að eignast hann. En þá ýrðu ltonur að Hætta að vinna úti og margs konar útgjöld kæmu, sem reyndust létt- bærari með síðari börnum. Ólafur kvað það ekki lífs- nauðsynlegt að bætur hækkuðu á hvert barn, þegar þau yrðu fleiri. Það væri nokkuð til í því, að börn eins og annað væru Framhald á 14. siðu. Tryggingar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.