Alþýðublaðið - 26.02.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.02.1960, Blaðsíða 3
V staÖ ölmusu AF hinum stórkostlegu breytingum í landinu und anfarin ár eru f'áar ánægju legri en sá bætti aðbúnað- ur, sem þjóðin veitir nú þeim, sem veikir eru eða eiga erfitt uppdráttar, sagði Emil Jónsson, félags málaráðherra, er hann fylgdi úr hlaði frumvarp- inu um stóraukningu trygginganna í neðri deild alþingis í gær. Hann kvaðst muna eftir sveita- flutningunum. Það væri ekki lengra siðan að menn sultu heilu hungri frek- ar en að leita á náð sveit- gjörbreytt þessu ásandi. Nú hefðu hinir tryggðu öðlazt RÉTT í stað ÖLM- USU áður. Emil rakti í stórum dráttum þróun tryggingamálanna, sem Alþýðuflokkurinn hefur frá cndverðu haft forustu um. Hann kvað stöðugt hafa miðað í rétta átt, þótt enn skorti nokkuð á, að fullkomlega væri við unandi. Hins vegar hefði verðbólgan komið hér við sögu sem annars staðar og bótagreiðslur tíðum rýrnað vegna vaxandi dýrtíðar. Emil minntí á, að ráðherrar Alþýðuflokksins hefðu 1958 og ’59 gengizt fyrir nokkrum bót- um, fyrra árið hækkunum tví- vegis, og síðara árið bættu hlut falli ellilaunaþega við almenna launþega. Tryggingaráðherrar . flokksins hefðu skipað tvær ar. Tryggmgalögm hsrfa i xiefndir tii að athuga sérstök Námsmenn ytra fá sömu yfirfærslur atriði löggjafarinnar, og væru atriði í núverandi frumvarpi m. a. byggð á álitsgerðum þeirra nefnda. Þá rakti Emil einstök atriði frumvarpsins, sem fyrir ligg- ur, og benti á, hvernig hinar stórauknu bætur mundu koma verulega til móts við hinn aukna framfærslukostnað vegna gengislækkunarinnar. I umræðum um málið töluðu Gísli Jónsson, Hannibal Valdi- marsson og Ólafur Thors auk Emils. Þessi atriði voru mest rædd: Landinu er nú skipt í tvö vcrðlagssvæði í tryggingamál- iim, og eru bæði gjöld til trygg- j inga og bætur þeirra lægri á öðru verðlagssvæði en fyrsta. Allir ræðumenn töldu, að grundvöllur fyrir þessari skipt- ingu væri ekki lengur fyrir hendi. Hins vegar var nýlega leitað til sveitarfélaga um þetta mál og vildi meirihluti þeirra ekki afnema svæðaskipt inguna (sennilega af ótta við hærri útgjöld vegna trygging- anna, ef það væri gert). Taldi Emil ekki rétt að afnema svæð in án frekari samráðs við sveitarfélögin, þótt hann væri því persónulega hlynntur. Þá var mikið deilt á það á- kvæði, sem gilt hefur og gildir enn, að ellilaun eru skert, ef gamla fólkið fer yfir visst tekjumark. Þetta veldur því m. a. að sumt gamalt fólk hætt- ir að vinna til að missa ekki cllilaunin. Þetta ákvæði breyt- ist nú, þannig að tekjumarkið hækkar, en samkvæmt gild- andi lögum á skerðingarákvæð- ið að falla alveg úr gildi í árs- lok. Vill stjórnin láta bað standa, að þau falli þá úr gildi, ekki sízt vegna mikils aukins kostnaðar, þótt ráðherrar væru persónulega fylgjandi því að skerðingin verði ekki áfram. Auk þessa var rætt um fjöl- skyldubætur á fyrsta og annað barn, en frá þeim deilum segir á öðrum stað í blaðinu. Frum- varpinu var vísað til annarrar umræðu og heilbrigðis- og fé- lagsmálanefndar. ♦ RÍKISSTJÓRNIN hefur á- kveðið, að gjaldeyrisleyfi fyr- ir námskostnaði á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs, sem gefin voru út fyrir 20. febrúar s. 1., skuli veita rétt til yfirfærslu sömu upphæðar í erlendum gjaldeyri og fyrir gildistöku laganna um efnahagsmál. — Leyfishafi fær þennan gjald- eyri keyptan á því gengi, sem gildandi var fyrir 20. febrúar 1960, að viðbættu 30% yfir- færslugjaldi. Leyfishafi skal snúa sér til Innfl'iítninigsskrifstofunnar og fá hjá henni áritun um, að leyf- ið gildi fyri'r námskostnaði á fyrsta ársfjórðungi 1960. Síð- an skal leyfinu framvísað í gjaldeyrisbanka, og það inn- leyst þar ekki síðar en laugar- daginn 5. marz. n. k. Hvernig var ballið! spurði Sigga — hvað kannski var ekki sem heppilegast, þegar alls var gætt. Alþýðu- blaðsmyndin var tekin fyrir framan Hlíðaturn- inn í Drápuhlíð 1, sem hef ur marga góða kosti og ekki sízt þann, að hann er opinn alla daga og alltaf langleiðina til miðnættis. Annar kostur við Hlíða- turninn: Hann selur happ drættismiða í sex bíla happdrætti HAB, sem að- eins hefur 5.000 númer og þó býður upp á nýjan Volkswagen annan hvern mánuð! Dregið 7. marz iWWWmMWWWWWWWWMMMMMMWWWmwW - mikil INNBROT var framið í fyrri- nótt hjá fyrirtækinu Granda- ver h.f. við Grandagarð. Þar er bæði verzlun og vinnustofa í sama húsi. Þjófurinn komst inn á verk- stæðið í gegnum glugga. Hann braut síðan upp hurð til þess ÞESSI ungi maður heiti Gísli Dagbjartsson og er í 12 ára A bekk Miðbæj- arskólans. Hann gefur út fjölritað blað, Skólatíð- indi, ásamt tveimur bekkj arbræðrum sínum, Er- lendi Haukssyni og Þór Sveinssyni. Auk þess hef- ur Ragnar Ó. Steinarsson, 12 ára E, aðstoðað þá við útgáfuna. Þeir félagar ætla að láta ágóðann af útgáfu blaðs- ins renna í ferðasjóð bekkjarins. Ef til vill kem ur blaðið út aftur á næst- unni og jafnvel næsta vetur, ef vel gengur. Blaðið þeirra er fjöl- breytt að efni, sem flest er til skemmtunar, eins og vera ber í slíkum rit- um. M. a. er þar að finna stytztu draugasögu í heimi, en hún er svona: „Síðasti maður í heimi sat og las í blaði, þá var barið að dyrum“. ftWMmMHWMMWMWMWWWWMWMmMWWWWWWWWMWWWWWMMMMW að komast inn í verzlunina. — Þaðan stal hann um 40 kar.ton- um af sígarettum, fi'ngravettl- ingum, peysum úr ýmsum efn- um, vinnuskyrtum, handtösku með vasaáttavitum og um 100 krónum í skiptimynt. Ekki er ólíklegt, að þjófurinn haif stol- ið ei'nhverju fleiru. Verðmæti þýfisins skiptir þúsundum króna. Allt bendir til þess, að þjófurinn hafi' haft með sér poka til þess að flytja það í. Hann hefur einnig valdið tjóni með því að umturna öllu í verzluninni. Lágu vörurnar á tjá og tundri' um allt gólf. Alþýðublaðið — 26. febr. 1960 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.