Alþýðublaðið - 26.02.1960, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.02.1960, Blaðsíða 8
ms ☆ MINKASKINN ÞÆR fréttir berast frá London, að komast muni i hátízku innan tíðar, að aninkaskinnkantur sé á „skrautvasaklútum" karl- manna. Amerískur tízkufrömuð- ur, sem frétti um þetta, sagði að þetta væri heimsku legt, en aftur á móti væri ekki úr vegi að minkaskinn væri sett á frakkakragana. Annar tízkufrömuður, sem spurður var um álit sitt á þessu, sagði, að hann sæi ekkert því til fyrirstöðu, að minkaskinn væri sett á brúnir vasaklúta, — aðeins ef þeir væru ódýrir eftir sem áður! — Þetta væri lík- lega reglulega hlýtt og mjúkt ákomu fyrir nefið .. . sagði hann. HOLLYWOOD: — Dan Blocker er feitasti maður, sem náð hefur hylli sjónvarpsáhorfenda. Hann vegur tæp 300 pund og er 193 sentimetrar á hæð. Þessi kempa leikur persónu að nafni Hoss í bandaríska sjónvarpinu. Hann étur ógurlega, morgunverður hans samanstendur af fimm eggjum, stóru steikarstykki, ógrynn- um af bjór, mjólk og brauði. — Hér er mynd af risanum og kon- unni hans til fróðleiks fyrir þá, sem vilja kynnast, hvað banda- rískum sjónvarpsnotendum þykir hvað skemmtilegast um þessar mundir. HINN nýbakaði faðir sendi móður sinni heillaóska skeyti: „Til hamingju, mamma mín. Þú ert orðin barnfóstra.“ imiiiiiiiiiiliiiiiiiiiriiiitiiimiHiiiiMiiiiimiiuiiimiiiiiiiiiiHiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiHimiiiiiiiiiHiiiHiiin Það verður dregið frá sumarfríinu mínu, Lóa! Fertugar konur... LIFA konur um fertugt í of einangruðum og þröng- um tilveruheimi? Danskur læknir, Abraham Rosen- berg, heldur því a. m. k. fram. Hann hélt fyrir skömmu ræðu á kvenna- fundi í Kaupmannahöfn. Þeim líkaði lífið fertugu frúnum, sem hlustuðu á hann, því að hann taldi þeim trú um, að þær væru ekki einungis í blóma lífs- ins, heldur færastar til að taka þátt í stjórnmálum og öðrum þeim málum, sem þjóðfélagið mestu varðar. Hann sagði, að konur á þess- um aldri væru þroskaðar, skilningsríkar og færar í að lifa sig inn í annarra vanda mál. Þær þekktu til vanda- mála æskunnar, þær þ.ekktu til frístundavandamálanna, og þær væru fullar ábyrgð- artilfinningar. Dr. Rosenberg hvatti at- vinnurekendur til að taka konur á þessum aldri í vinnu, — en fertugar fund- arkonur fóru uppveðraðar heim. ÞEGAR kona þjáist af ein veru, orsakast það venju- lega af því, að síminn henn ar er bilaður. S V S GRACE, furstafrú í S Monaco, hefur eins og S aðrar mæður ánægju af að tala um börn sín, Karolínu og Albert. Hún hefur m. a. sagt frá því, að á afmælum barnanna berist jafn- an fjöldi heillaóska- korta, og Karólína sé mjög áhugasöm um að vita frá hverjum þau eru, — og lími þau þegar inn í albúm. Albert hefur einnig áhuga fyrir sínum heillaóskakortum, en hann límir þau ekki inn í albúm, — hann borðar þau! Vísindi eru meira vi WWMMWWWMWMWMWWWWMIWW en kvikmyndir MMMtMMMMWMmVMMMV AMERÍSKI kvikmynda- stjórinn Joe Pasternak seg- ir, að það náí engri átt að halda áfram á þeirri braut, sem farin hefur verið að undanförnu, að greiða fá- einum kvikmyndastjörnum ofurhátt kaup fyrir aðeins nokkurra vikna vinnu, en vísindamenn lepja svo að segja dauðann úr skel. Hann nefndi ekki nöfn neinna kvikmyndaleikara, en bæði Marlon Brando og Elisabeth Taylor fá milljón krónur á myndina. Ingrid ófrisk í FRÉTTUM SEGIR, að Ingrid Bergman eigi von á barni með manni sínum Lars Schmidt. — Verður það hennar fimmta barn, en þau fjögur, sem fyrir eru, hefur hún átt með tveim fyrrverandi mönnum sín- um, Lindström og Rossel- lini. Hún hefur riftað öllum kvikmyndasamningum á sumri komanda, — og vill fá frið og ró. Enginn kvikmyn er milljón króna vi Pasternak, — aftu mundi vísindama? fyndi lyf gegn kral -eða Jonas Salk, s foóluefni gegn lömu — slíkir menn ert króna virði. Pasternak ætlar að breyta þessu, — í huga að láta aðeír ar, „ódýrar“ stjörn fram í næstu my: hann stjórnar. — I áfram sem hingað öll kvikmyndafélöi ana, segir hann. Hann getur trútl að, því að einu si hefur hann bjarg, myndafélagi frá gl< var er hann stjórni um fyrir United Ir nal með algjörlega stjörnu í aðalhlu Raunar var hún ek lengi. — Stúlka ] söngkonan Ðeanna — Nú, hafið þér kynnzt nýja nágr yðar? — Jú, sannarlegi umst ekki lengur ^Sjálfs er höndin holh „SJÁLFS er höndin hollust", segir máltækið vissulega lítur út fyrir að kisan þessi sé á þeirri s og eigandinn horfir á með velþóknun. m -1 ' g 26. febr. 1960 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.