Alþýðublaðið - 26.02.1960, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.02.1960, Blaðsíða 5
 JÐAMASKUS, 25. febr. (NTB- Keuter). — Á fjöldafundi hér í dag varaði Nasser vesturveld- In við því að halda fast við brí- veldayfirlýsinguna frá 1950, þar sem þau tryggðu óbreytt ástand í Austurlöndum nær. Hann kvað öll afskipti af þeirra hálfu mundu verða brotin á bak aftur. Er ræða þessi talin harðasta árás, sem Nasser hef- tir til þessa gert á Bandaríkin, Bretland og Frakkland. Við mikil fagnaðarlæti á- heyrenda lýstj Nasser því ýfir, að fólkið mundi'ekki re'Sa sig é. stríðsglæpamenn, sem út- hella blóði þess. Hann kvað Arabíska sambandslýðveldið hafa mátt til að blása ,.heims- ,valdasinnana“ burt úr Austur- löndum nær. ,,Þessi bjóð, karl- ar, konur og börn, mun buga érásina og kippa fótunum und- an hverjum þeim, sem gerzt hefur sekur um árás í fortíð- inni og hverju því vestrænu ríki, sem undir yfirskini þrí- veldayfirlýsingarinnar reynir að ráðast á okkur. Við munum leyfa þeim að bragða á auð- mýkingu og vanvirðu", sagði Nasser. NEW YOKK, KAIRÓ, TEL AVIV, — 25. febrúar. (NTB). — ísraelsmenn sökuðu Arab- íska sambandslýðveldið í dag í bréfi til Öryggisráðs SÞ um að halda uppi aðgerðum, er augljóslega æsi til stríðs. I bréfinu, sem sfílað var til for- manns ráðsins, Sir Pierson Dixon frá Bretlandi, segir, að herferð þessi sé orðin hættu- lega umfangsmikil. „Ef friður á að haldast á þessu svæði, verður Arabíska sambandslýð- veldið að láta af hinni fjand- samlegu stefnu sinni gagnvart ísrael“, segir í bréfinu. Liðsforingjar í varðliði 'SÞ á Gaza-svæðinu hafa tilkvnnt að þeir hafi- séð merki 1 ðsflutn- inga Araba á svæðinu, hefur Reuter eftir áreiðanlegum heimildum í aðalstöðvum SÞ í kvöld. Fréttirnar benda þó ekki til, að um sé að ræða verulega mikinn liðssafnað. — Norski sambandsforinginn á *Gaza-svæð nu, Hjelle ofursti, hefur sent yfirstjórn hersins í Osló skeyti, þar sem segir, að ástandið í Gaza sé eðlilegt og engin ástæða til ótta. Hammarskjöld, framkvæmda stjóri SÞ, sagði við meðlimi öryggisráðsins í dag, að ástand ið í Austurlöndum nær ylli honum áhyggjum. Hann kvað mönnum hætta til að ætlast t'l j að framkvæmdastjórinn gerði ráðstafanir ,sem öryggisráðinu I bæri að gera. Munu fulltrúar vesturveld- 1 anna hafa beðið Hammar-! skjöld um að gera ekki ráðstaf- anir til að koma með málið fyr j ir ráðið, nema því aðeins á-: standið versni mjög. Telja þeir, | að í örygg'sráðinu mundi koma ; til harðorðra deilna um allt Palestínu-málið á tíma, þegar umfram allt þyrfti að reyna að draga úr spennunni. Góðar heimildir telja, að^ Hammarskjöld hafi samþykkt að halda áfram að reyna að draga úr spennu með rólegu diplómatíi. Uslajad X.ONDQN, BONN, MOSKVA, 25. febr. (NTB-Reuter). — Sel- Vvyn Lloyd, utanríkisráðherra Bfeta, lýsíi því yfir í neðri málstofunni í dag, að Vestur- Þjóðverjum beri að verða sér úti um hernaðarlega aðstöðu í NATO-ríkjunum í stað Spán- at og upplýsti, að Vestur-Þjóð- verjum hefði verið tilkynnt þessi afstaða um miðjan janú- ar, þegar brezka stjórnin fékk fyrst vitneskju um samninga- tilraunir Þjóðverja í Madrid. Jafnframt lýsti Strauss, land varnaráðherra V-Þýzkalands, yfir í Bonn, að ráðstafanir V- Þjóðverja í þessu máli væru algjörlega réttlættar. Umbæfut IIAVANA, 25. feln. (NTB-Reu- ter). — Castro, forsætisráð- herra, tilkynnti í dag, að stjórn hans mundi hrinda í fram- kvæmd endurreisnaráætlun í iðnaði landsins, er kosta mundi 152 milljónir dollara, 100 millj. dollara láii, sím Ir V>a fékk hjá Rússum n;". • til breytir.y { iðnaði. Talið er í Bonn, að þetta stöðvamál muni nú koma fyrir i NATO, og halda sumir dipló-j matar, að málið verði lagt í ís, en benda jafnframt á, að vegna ! málsins hafi samskipti Bretaí og V-Þjóðverja versnað að nýju. TASS sendi í dag út harð- orða yfirlýSingu, bar sem sam- vinnu Hitlers-Þýzkalands við Franco er líkt við umrætt stöðvamál. Eru ,,frið-elskandi“ lönd vöruð við samningaum- leitunum V-Þjóðverja og Spán- verja. Strauss kom með yfirlýsingu sína eftir tveggja tíma fund lándvarnanefndar þingsins. Jafnaðaxmenn í nefndinni lýstu því yfir eftir fundinn, að þeir væru ekki á sömu skoðun og ráðherrann, og er búizt við ár- ásum jaínaðsrmanna ,á stjórn- ina á þingi vegna málsins. Lloyd kvaðst mundu svara spurningum jafnaðarmanna á mánudag. Við spurningum frá Gaitskell sagði hann: „Vand- inn er að vita hvernig staðan er. Eg t um, að í raun og veru.liggi fyrir nokkrar tillög- ur, að ekki sé talað um samn- ing, um spænskar stöðvar, en það er víst, að NATO hefur ekki haft málið til meðferðar. (í Bonn hélt talsmaður utan- ríkisráðuneytisins því fram, að NATO vissi um allt það, sem Vestur-Þjóðverjar tækju sér fyrir hendur erlendis). Jafnaðarmaðurinn Robert Edwards spurði hvort ráðherr- ann vissi, að vinna við þýzkt framleiðsluver fyrir eldflaugar nálægt Bilbao væri langt kom- ið, og hvort ráðherranum væri ljóst, að Bandaríkjamenn hefðu þrjár stöðvar á Spáni, sem ekki væru undir stjórn NATO, og Bandaríkjamenn hygðust flvtja stöðvar sínar frá Ma- rokkó til Spánar. Hann spurði ráðherrann sömuleiðis, hvort hann væri sér ekki sammála um, að ekki væri hægt að verja frelsi þjóða frá landi, þar sem það frelsi hefði ekki séð dags- ins Ijós í 20 ár. Lloyd kvaðst ekker.t vita um Bilbao-verið og mundi hann kanna málið. Um flutning ame- rísku siöðvanna viidi hann ekki ræða. SAO PAOLO, 25. febr. (NTB- Reuter). — Eisenhower Banda- ríkjaforseti fékk afar hjartan- legar móttökur a£ miklum mannfjölda, er hann kom hing- að í dag, þó að rigndi. Voru milli 300.000 og 500.000 manns saman komin til að veita for- setanum enn betri móttökur, en hann fékk í Rio de Janeiro í gær. Eisenhower stóð í opn- um bílnum næstum alla leið- ina, 11 km. frá flugvellinum til forsetabústaðarins. Þótt hann gerði mikla skúr stóð fólk kyrrt og Eisenhower fór í plast- kápu og setti upp hatt og stóð áfram í bílnum og móttók hyllingu fólksins. Er bíll Eisenhowers kom inn í miðborgina, rigndi bókstaf- lega yfir hann „confetti“ úr skýjakljúfunum. Gerðu íbúar Sao Paolo sér sérstaklega far um að veita Eisenhower betri viðtökur en hann fékk í R o. í hádegisveizlu, er kaupsýslu menn héldu forsetanum, not- aði hann tækifærið til að verja frjálst framtak einstaklingsins. „Stuðningsmenn marx-lenin- ismans reyna að afneita gæð- um ameríska kerfisins og tala um arðrán fjöldans, en það er hlægilegt að halda því fram, að sama aðstaða sé í amerísku efnahagslífi í dag og á 18. og byrjun 19. aldar. Kerfi okkar, þar sem einstaklingsframtak og félagslegt öryggi haldast í hendur, er öllum til góðs, bæði vinnuveitendum og verka- mönnum“, sagði hann. AFP segir, að Eisenhower hafi lofað, að Bandaríkjamenn mundu halda áfram að styðja efna- hagsþróun Brasilíu. NATO-fundur PARÍS, 25. febr. (NTB-Reuter) — Landvarnaráðherrar NATO- ríkjanna munu halda fund í París 31. marz og 1. apríl til að ræða ýmis vandamál í sam- bandi víð varnir bandalagsins. Frímerki TÍMARITIÐ „Frímerki“ mira nú, sem oft áður, gefa út „fyrstadags umslög“ fyrir frí» merkið sem út kemur hinn 1» marz n. k. Myndin, sem er á umslagina er teiknuð af Halldóri Péturs- syni, listmálara. Verð hvers umslags er kr.: 2.50. Umslögin eru til sölu hjá Rit- föng, Laugavegi 12 og S' g- mundi Kr. Ágústssyni, Grett- isgötu 30. Einnig er hægt að panta þau hjá tímaritinu ,,Frí» merki'*. Fiugslys við Rio RIO DE JANEIRO, 25. febrúar (NTB-Reuter). — 59 manns fór- ust er flutningaflugvél frá bandaríska flotanum og brasi- lísk farþegaflugvél rákust á í lofti og féllu í sjóinn skammt frá Rio. Aðeins hafa borizt fregnir af, að 4 hafi komizt af,. en allir særðir. 44 manns voru í amerísku vélinni, þar á meðal 19 meðlim- ir hljómsveitar í landgönguliði Bandaríkjaflota, er leika átti við móttöku, sem Eisenhower forseti ætlaði að halda fyrir Kubitchek, forseta, í banda- ríska sendiráðinu í kvöld. í brasiíísku vélinni voru 25 manns. Meðal þeirra 25 líka, sem fundizt hafa, er lík af konu cg þriggja ára barni. Alþýðublaðið — 26. febr, 1960

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.