Alþýðublaðið - 26.02.1960, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 26.02.1960, Blaðsíða 14
IftWWWMmmWWWMWWWHMMWWWWWW Samþykktir Efsis m ■ B ■ Fiskiþmgs Samþykktir Fiskiþings í helztu málum fara hér á eftir: Vélvæðing útvegsins; álit f'skiðnaðar og tækninefndar. Fiskiþingið skorar á stjórn Fiskifélags fslands að láta fylgjast sem bezt með hvers- konar nýjungum, er snerta fiskveiðar og fiskiðnað, og stuðla að því af íremsta megni, að þær verði kynntar útvegsmönnum í blöðum og útvarpi og á annan hátt reynt að tryggja að við fylgjumst með í fiskveiða- og fiskiðnað- artækni á hverjum tíma. SÍLDARÚTVEGSNEFND. Fiskiþingið skorar á Al- þingi að breyta lögum nr. 74/ 1934 um Síldarútvegsnefnd, útflutning á síld, hagnýtingu markaða o. fl. á þá leið, að Fé- lag síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi og Félag síld- arsaltenda á Suð-Vesturlandi tilnefni hvort fyrir sig sinn hvorn fulltrúann í nefnd til viðbótar þe'm fimm fulltrú- um, sem nú eiga þar sæti. Jaínframt sé ákveðið, að nefndin kjósi sér sjálf for- mann. Fiskiþingið telur, að revnsl an hafi sýnt að hagkvæmt sé, að fylgja þeirri reglu um sölu útflutningsvöru landsmanna, að framleiðendur í hverri starfsgrein hafi úrshtaráð um sölu vörunnar og hagnýtingu markaða. Þessari sjálfsögðu reglu hefur ekki verið fylgt um skip un Síldarútvegsnefndar, þar sem síldarsaltendur ráða engu um skipun nefndarinnar. Telur Fiskiþingið þetta með öllu óviðunandi og sjálfsagt | Sigarettur | I stytta lífið i! (NTB—AFP). Nóbelsverð- ;! launamaðurinn í efna- g fræði, dr. Linus Pauling, j! sagði í fyrirlestri við Kali- <; forníuttáskóla í dag, að j! einn pakki af sígarettum á !; dag stytti lífið um fimmta <; hluta, „en,“ sagði hann, !i „það má leng-ja lífið með j; hóflegri neyzlu áfengis, t. j! d. einum eða tveim kokk- | teilum á dag.“ j! Hann kvað tæknilega !; mögulegt, að maðurinn j! Iifði um eilífð, ef hann !; neytti ekki skaðlegra efna ;! (sígarettna), æki ekki f bíl j! um, færi ekki upp í flug- <; vél og ekki á kverinafar og j! gengj með verjur fyrir !; geislun, en þá mætti líka j! spyrja, hvort mann langaði !; nokkuð til að lifa. <! MWMwwvwwwmmwtMWi sé að þessir framleiðendur fái fulltrúa í Síldarútvegsnefnd og nefndln kjósi sér sjálf for- mann. Er álit Fiskiþingsins að þessi breyting sé svo aðkall- andi, að Alþingi það, sem nú situr, þurfi að láta málið til sín taka og gera umrædda breytingu á lögunum. VIGTUN SÍLDAR. Þar sem nú fer fram athug- un á bví, hvort framkvæman- legt sé kostnaðar vegna og af tæknilegum ástæðum að taka upp vigtun á bræðslusíld, í stað mælingar. Þá telur F!ski- þingið ekki tímabært að taka afstöðu til þess hvort bræðslu síld skuli mæld eða vigtuð fyrr en niðurstöður af þessari athugun eru fyrir hendi. Talið er að verulegur mun- ur sé á því magni síldar, sem fer í hvert mál, eftir bví hvort' síldin er vegin eða mæld, eink um ef síldin er gömul, þegar afhend ng fer fram. Undanfarin ár hefur verð bræðslusíldarinnar verið mið- að við meðaltal afurða úr mældri síld á 5 til 10 ára tímabili. Ljóst er, að yrði tek- in upn vigtun, myndi verða að áætla, að minna magn feng ist af afurðum úr hverju máli og verðið á málinu mvndi lækka, sem því svaraði. Þótt vigtun yrði tekin upp, gæti bað þess vegna varla orðið til þess, að menn fengju, svo neinu næmi, meira verð fvrir sama farm, því að það sem bræðslusíldarmálunum myndi fjölga kæmi fram í lækkuðu verði á hverju máli, vegna minni afurða úr hverri mál- einingu. Fiskiþingið telur eðlilegt og öruggast til þess að tryggja vöruvöndun. að sala síldar til söltunar miðist eingöngu við uppsaltaðar tunnur, enda sé úrgangssíld frá.sltuninni eign veið’skipanna, að frádregnu eðlilegu magni, vegna hausa og slógs, sem gangi til söltun- arstöðvanna. VERKNÁM OG FRÆÐSLA. Fiskiþingið leggur á það ríka áherzlu, að verknám sem varðar sjávarútveginn, verði aukið í unglinga- og gagn- fræðaskólum landsins, og nú b°gar hafín kennsla í beitn- ingu og meðferð fiskilóða í öllnm verstöðvum og njóti skólarnir aðstoðar og fyrir- greiðslu útgerðarinnar með húsnæði og tilheyrandi áhöld til kennslunnar. Þá telur Fiskiþingið að ung menni skólanna eigi að fara í sjóferð’r þegar vorar, og fá á þann hátt að kynnast því starfi undir leiðsögn skip- stjórnarmanna. 34 26. febr. 1960 — Alþýðublaðið Veðrið: NA gola eða kaldi; léttskýjað. Slysavarðstofan er opin all an sólarhringinn. Læknavörð ur LR fyrri vitjanir er á sama stað frá kl. 18—8. Sími 15030. -o- Næturvarzla: Vikuna 20.-26. febr. hefur Reykjavíkurapó tek næturvörzlu. — Sími 11760. -o- Félag Djúpamanna minnir á árshátíðina að Hlégarði — laugardaginn 27 febr. — Aðgöngumiðasalan er í Blóm og Grænmeti'. -o- o----------------------o 1 Sterlingspund 106 ísl. kr. 1 Bandar.doIIar 38,70 - - 100 danskar kr. 550,50 - - o------------------—-----o -0- Minningarspjöld Kvenfélags Háteigssóknar eru afgreidd hjá eftirtöldum konum: Frú Ágústu Jóhannsd., Flóka- götu 35 (sími 11813), frú Áslaugar Sveinsd., Barma- hlíð 28 (sími 12177), frú Gróu Guðjónsdóttur, Stang- 'arholti 8 (sími 16139), frú Guðbjörgu Birkis, Barma- hlíð 45 (sími 14382), irú Guðrúnu Karlsdóttur, Stiga hlíð 4 (sími 32249), frú Sig- ríði Benónýsdóttur, Barma- hlíð 7 (sími 17659). Dagskrá Alþingis í dag: E.-D. 1. Bráðabirgðafjárgreiðslur. 2. Fyrningarafskriftir. ÆSKULÝÐSRÁÐ RVÍKUR: Tómstunda- og félagsiðja — föstudaginn 26. febr. 1969: Laugardalur: ((íþróttahúsn.) Kl. 5,15, 7,00 og 8,30 e. h. Sjóvinna. -o- Elliheimilið: Föstumessa kl.. 6,30 í dag. Heimilisprest- urinn. -o- Alþingi Framhald af 1. síðu. „ódýrari í dúsínum“, eldri börnin færu að hjálpa til og ýms útgjöld ykjust ekki í hlutfalli við barnafjöld- ann. Emil benti á, að barn- margar fjölskyldur mundu fá mestu aukningu, sem nokkur fengi við núver- andi breytingu trygginga- laganna. Þessar fjölskyld- ur ættu líka fyrsta og ann- að barn, sem nú kæmu fullar bætur á, og hækkun á þriðja áuk þeirrar við- bótar, sem verður á hvert barn þar framyfir. Bazar Borgfirðingafélagsins verður 2. marz. Þær konur, sem enn eiga eftir að skila og gefa muni á bazarinn, eru vinsamlega beðnar að ■koma þeim til Láru Jóhanns dóttur, Sjafnargötu 8, Val- gerðar Knudsen, Mávahlíð 3 eða Guðnýjar Þórðardótt- ur, Suðurgötu 39. -o- I Frá Guðspekifélaginu: Aðal- fundur stúkunnar Septímu verður í kvöld í Guðspeki- félagshúsinu og hefst kl. 7,30 stundvíslega. Að lokn- urn aðalfundarstörfum, kl. 8,30, er samleikur á cello og píanó, Einar Vigfússon og Jórunn Viðar. Sigvaldi Hjálmarsson flytur erindi: „Dulþekking og andleg við- leitni“. Kaffi að lokum. -o- TÆKNI — II. hefti 1. árg. — er komið út. Helztu grein- arnar að þessu sinni: „Rvík —New York á 80 mín.“, — „Vopnum víxlað Opel Kap- itan—Carvair“, „Friður rof inn á Andrea Doria“, Volks wagen í úlfakreppu", — „Stjörnur kvikna — stjörn- ur slokkna“, „Flaug Byrd yfir Norðurheimskautið“. Allar þessar greinar eru prýddar fjölda mynda, auk þess er smíðaþáttur, grein um Cometþotuna og ara- ■fc Flugmaðurinn er amerísk ur, og það er verið að óska honum til hamingju eftir að hafa flogið vél sinni í 31.515 metra hæð. Hann náði þess- ari' miklu hæð eftir aðeins 15 mínútna flug. En öll flug ferðin tók 20 mín Flugfélag 'íSfSíSí íslands h.f.: Millilandaflug: Hrímfaxi fer til Oslo, Kmh. og Hamb. kl. 08.30 í fyrra- málið. Innam landsflug: I dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, — Fagurhólsmýr- r, Hornafjarðar, Kirkjubæj- rklausturs og Vestmanna- yja. — Á morgun er áætlað 5 fljúga til Akureyrar, — lönduóss, Egilsstaða, Sauð- rkróks og Vestmannaeyja. iwmmm Föstudagur 26. febrúar: 18.30 Mannkyns- saga barnanna. —■ 18.50 Framb.k. í spænsku. 19.00 Þingfréttir. Tón- leikar. — 20.30 Kvöldvaka: — a) Lestur fornrita. b) Upplestur: .— Jón Helgason próf. les kvæði frá 16., 17. og 18. öld. c) „Höldum gleði hát á lofti“ gömul alþýðulög. d) „Skipadraugurinn“, frá- söguþáttur eftir Jón Pálsson (Hannes Hannesson hagfr.). 22.10 Passíusálmur (10). •—• 22.20 Staldrað við í Lidice, —• ferðasögubrot (Þórir Hall- grímsson kennari). 22.40 f léttum tón. 23.10 Dagskrár- lok. -ö- LAUSN HEILABRJÓTS: Jens er að borða x rúmi sínu. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell fer á morgun frá Klai- peda til Gdynia. Arnarfell er í Rvk. Jökulfell fór í gær frá Sas van Gent áleiðis til Húnaflóa- hafna. Dísarfell fór í gær frá Keflavík áleiðis til Rostock. Litlafell fór í morgun til Vest fjarðahafna. Helgafell fór frá Kmh. 23. þ. m. áleiðis til Reyðarfjarðar og Rvk. Hamra fell fór 24. þ. m. frá Gíbralt- ar áleiðis til Rvk. Jöklar h.f.: Drangajökull fór frá Akur- eyri 22. þ. m. á leið til Rúss- lands. Langjökull fór frá Rvk 20. þ. m. á leið til Ventspils. aVtnajökull var í.Abo í gær. Hafskip h.f.: Laxá fer í dag frá Seyðis- firði áleiðis til Gavarna og Gautaborgar. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er væntanleg til R- vík. í dag að austan úr hring- ferð. Esja er í Rvk. Herðu- breið kom til Rvk í gær að vestan úr hringferð. Skjald- breið er væntanleg til Akur- eyrar í dag á vesturleið. Þyr- ill fór frá Bergen í gærkvöldi á leið til Rvk. Herjólfur fer frá Hornafirði í dag áleiðis til Vestmannaeyja og Rvk. Eimskipafélag íslands h.f.: Dettifoss fer frá Akranesi í kvöld 25.2. til Keflavíkur og Rvk. Fjallfoss er í Vents- pils, fer þaðan til Riga og Rvk. Goðafoss fór frá New York 19.2. til Rvk. Gullfoss fer frá Rvk kl. 20.00 í kvöld 25.2. til Akureyrar og þaðan til Hamborgar, Rostock og Kmh. Lagarfoss fór frá Rvk 20.2. til New York. Reykja- foss fer frá Vetsm.eyjum í kvöld 25.2. til Fáskrúðsfjarð- ar og þaðan til Dublin og Rotterdam. Selfoss fór frá Gdinia 24.2. til Rvk. Trölla- foss er í Hull, fer þaðan til Rvk. Tungufoss er væntanleg ur til Rostock í dag 25.2. fer þaðan til Gautaborgar og Rvk.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.